miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Öskudagsflensa og fermingarhugleiðingar!!

Já góðir hálsar!!
Ekkert varð nú úr öskudeginum á þessu heimili. Hindin mín varð veik í ÞRIÐJA skipti frá því um jól. Hvar endar þetta. Það er að vísu búið að vera mikið um veikindi hér síðustu vikur og hálfir bekkir í skólanum ásamt miklum veikindum kennara svo það er ekkert skrýtið þó að allir séu að smita alla.Hún varð að sjálfsögðu mjög fúl yfir að komast ekki í búninginn sinn og fara að syngja í skiptum fyrir nammi . Pabbi hennar reddaði þó mörgu og kom með restina af namminu sem í boði var í prentsmiðjunni og ég lofaði henni svo að hún mætti halda búningapartý með vinkonunum þegar hún yrði frísk.. Málið dautt. Það vildi þannig til að vinkonur hennar eru veikar líka svo að það verður gaman fyrir þær að halda búningapartý einhvern daginn..Ég er farin á stúana og er byrjuð að versla inn fyrir hana systur mína fyrir ferminguna hjá Marý. Það er gaman, er búin að panta kertin hér í Heimaeyjarkertum dásamlega liti dökkfjólubláa og dökkbleika. Svo er ég búin að versla svolítið að borðskrauti fallegum puntufiðrildum og perlum í þessum litum... bara gaman. Er síðan búin að versla í baksturinn líka því ég ætla að baka fyrir hana . Verð reyndar að fara að gera það því ég fer svo bráðum til Rvk í 2 vikur og þá eru bara 2 vikur þangað til ég fer austur í ferminguna... Þetta er allt svo voðalega fljótt að líða . Maður er ekki fyrr búin að klára unglingsárin og BAMM... allt í einu er maður orðin fertugur. Var að pæla í að reyna að detta einu sinni íða áður en ég fer í feitabolluviðgerð... (reyna að finna tíma í það) Skrifa það niður á listann sem þarf að gera áður en ég fer :=)
Jæja love you all. Heyrumst. INGA bumbubani..


Stóðst ekki freistinguna með þennan litla veggskáp sem var á útsölu....nú vantar mig bara eitthvað til að fylla í hann þarna hægra megin...:)
vantar eiginlega lítinn skenk fyrir neðan... :)

5 ummæli:

Goa sagði...

blessuð bumbubínan mín!
Flottur skápur...mig vantar örugglega svona á Kirkjuveginn..:) Flott hús, reyndar!
Kysstu Hindina...týpiskt að verða veik þennan dag:(
Hilmir varð svo fúll þegar ég sagði honum hvaða dagur væri á Islandi að hann segist ekki ætla í skólann á morgun?!
Bið að heilsa Bentí..og Mekkí./;)
Puss

Gusta sagði...

Æðislegur skápurinn, aumingja Hindin þín þú verður bara halda flott party handa þeym, finndu þér svo tíma í fylleríið þitt bestu kveðjur Guðsteina

Sigga sagði...

Æii... Hinda kindin mín ertu lasin. Búningpartýið verður alveg jafn gaman.

Já Inga mín hér myndi engin fá ný föt fyrir jól og þorrablót og ætli ég myndi nokkuð ferma ef þín nyti ekki við. Knúsi knúsi knús. Ég veit reyndar ekki hvort þetta lýsir dugnaðinum í þér meira en aumingjaskapnum hjá mér, það verður þá bara að hafa það.

Vinkonur Marýar eru að segja við hana að þær langi líka í svona "Ingu frænku".

Þær geta bara fundið einhverja aðra *ég á þig*.

Ég hlýt að geta fundið eitthvað í skápinn þinn, þarna hægra megin.

Já þú verður nú að taka eitt skrall áður en þú verður bindindismanneskja.

Kveðja frá Siggu syst

Nafnlaus sagði...

sælar...jæja það er búið að plana kveðjuhóf fyrir þig 15 febrúar....hehe gaman gaman..en mig langar líka í svona skáp...ooooo.
sjáumst kveðja vala

Nafnlaus sagði...

Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
(1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
(2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
(3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
(4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
(5) Ef þú vilt barn
(6) Þú vilt vera ríkur.