þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Dagur 3 í borg ótta og myrkurs...
Dagurinn í dag var sá besti til þessa. Það gekk vel að borða allt og maður er líka farin að læra svolítið inn á þetta. Er svolítið búin að prófa lífræntræktuðu djúsina og finnst þeir bara fínir. Er líka húkkt á minestrone bollasúpu. Prófaði ungverska gullassúpu:=( Juuukk...ojj. Léttur jógúrtdrykkur með kirsuberjum og banana er líka í uppáhaldi.


Í dag fór ég aðeins í kringluna, mig vantaði 2 afmælisgjafir og fékk þær, en ætlaði líka að kaupa kuldaskó á Hindina mína en fann enga almennilega. Fór síðan með 20 túlípana til Kollu mágkonu því hún á afmæli í dag og sat hjá henni heillengi og spjallaði. Kom hér heim um 6:30 og er þreytt. Ætla snemma að sofa. Gaman að sjá comment frá þér Ragna ... og hvað er þetta er ekkert upplýsingastreymi frá honum frænda þínum?? Svo sú eða sá sem er að commenta með kveðju úr Mosó... hvort er þetta Hilda eða Inga?? Það væri gaman að vita það. góða nótt INGA þreytta.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Inga mín. Gott er að þú ert að finna taktinn smá saman í fæðinu.Nei hann frændi minn var ekki að upplýsa mig um að þú værir í þessari aðgerð.Hann sem getur nú samt talað.ha ha.Bestu kveðjur og gangi þér vel.Ragna.

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga. Mikið er gott að þetta gekk svona vel, vonandi á þetta eftir að ganga vel í þessu fljótandi og svo maukandi o.s.frv. og síðan segjum við vertu sæl bolla Kærar kveðjur frá Lilju Fin og co á Seyðó

Nafnlaus sagði...

thíhí hí hí.....

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð ,flott að allt gekk vel hjá þér .Ef þú ert eitthvað á fartinu þá getur þú nú kannski kíkt á mig ,ég get allavega boðið þér gerber krukkumat ,sem litla skotta mín borðar líka ;-) Gsm minn er 698-8877 .
kv ; Inga Ósk gamla vinkona

Nafnlaus sagði...

Kæra Inga. Mikið er gott að allt gengur vel farðu nú vel með þig kær kveðja Lilja Ó

Nafnlaus sagði...

Jæja Inga...mín bara farin að spranga um í kringlunni..thíhíhíhí...ekki leiðinlegt.Litla músin þín er búin að vera hér í allan dag..þær eru svo góðar saman að það hálfa væri nóg....Gangi þér vel.....
Kærar kveðjur Vala Tröllahlátur og co

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð. Mikið er gott að heyra hvað þér gengur vel. við sáumst af þ´æer og gangi þér sem allra best áfram. Kveðja frá öllum hobbitunum í sérdeildinni. Rut og co.

Nafnlaus sagði...

Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
(1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
(2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
(3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
(4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
(5) Ef þú vilt barn
(6) Þú vilt vera ríkur.