sunnudagur, 17. febrúar 2008

síðasta bloggið í bili...

Góðan daginn!

Svaf svona ljómandi vel í nótt og vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir hádegi. Í gærdag fékk ég vinkonur mínar til að koma til mín í smá kaffisamsæti . Ég var með ostaköku. osta og kex og smá nammi.... (síðustu forvöð) Svo var haldið kveðjupartý fyrir mig á Conero og voru það samstarfskonur mínar í stuðningsfulltrúastarfinu. Það var mjög gaman og sátum við eftir matinn og spjölluðum og hlóum. Ég fékk mér rjómalagaða sveppasúpu og brauð og í aðalrétt fékk ég mér villikryddað lambafillét m/steiktum kartöflum og salati og bernéssósu... mmmmmm það var geggjað. En það er svo langt síðan ég fékk mér svona bombu að mér varð hálfflökurt á eftir... Það er bara gott:) en gott var það á meðan á því stóð. Drakk síðan bara pepsi Max með en langaði voða mikið í rauðvín. Bældi þá löngun niður og fékk mér kaffi og konfekt eftir matinn. Hvort ætli sé nú betra ?? örugglega rauðvínið. En svo er ég náttúrulega komin í bindindi á alla skapaða hluti eitthvað fram eftir ári... Elskurnar !! ég reyni að leyfa ykkur að fylgjast með en í bili er þetta síðasta bloggið mitt. Þið hugsið fallegar hugsanir á miðvikudagsmorguninn til mín og ég til ykkar kærar kveðjur í bili og gangi ykkur öllum vel í því sem þið eruð að gera. Ykkar bumbulingur INGA .


Færðu þig beljan þín segir þetta merki . Þær halda að ég verði svona andstyggileg við þær ...

Þær halda að ég verði svo ómótstæðileg í augum Gísla míns að þær þorðu ekki annað en að gefa honum öryggi á oddinn....



Þær halda einnig að ég verði svo mjó að ég þurfi endurskinsmerki til að sjást...


Þær halda að svona finnist mér þær vera þegar ég er orðin mjó.... buðu mér einnig út að borða eftir aðgerð..þ.e. Barnamat...



Heimildamynd af Stínu á barnum.... (drekkur ekki )



feitabollan í hópnum hugsar brosandi að bráðum verði hún ekki bollan í hópnum... thí hí



allir stuðningsfulltrúar skólans ( vantar tvo)





Lilja Ólafs og Stína fockingsfulltrúi....( er með fockings unglingunum :=))



Svava fjær sem leysir mig af og Karen (hobbiti ) nær. það verður alltaf að taka nærmynd af henni og Settu svo þær sjáist.:=)



Rut,Guðbjörg Lilja og olga unglingastigs studdur...


Vala tröllahlátur og Þórey nýbakaða og svindlarastuðningur.




Lilja Rut og Kolbrún Lilja yngrastigs-studdur
















13 ummæli:

Berglind sagði...

Enn og aftur gangi þér rosalega vel rúsínubollann mín, ég hugsa til þíná miðvikudaginn,þú ert ógeðslega dugleg. knús frá mér, Berglind

Hanna sagði...

Elsku Inga mín, gangi þér allt í haginn, veit að þetta á allt eftir að ganga upp hjá þér. Hlakka til að hitta þig um páskana.
Kveðja úr firðinum fagra Hanna.

Gusta sagði...

Elsku Inga mín gangi þér allt í haginn fæ vonandi að hitta þig ef það er eitthvað sem ég gét gert fyrir þig þá hóar þú í mig knús og kossar Guðsteina

Goa sagði...

Æ...þú ert svo rík af vinum sem vilja þér allt það besta...enda ertu Ingan okkar allra!! Það er sko bara ein svona til...OK!!
Baráttu kveðjur héðan líka!
Þetta á allt eftir að ganga vel og Gísli getur farið að hlakka til að njóta pakkans góða..:)og þú að láta endurskinsmerkin lýsa líf þitt...ekki leiðinlegt!!

Hugur minn er allur hjá þér, nú sem alltaf!!
Átarkveðja // Gúa

Unknown sagði...

Hæ Inga Pinga mér datt hug að senda þér eitthvað fallegt, og þetta er bara það sem ég vil heyra, sko ef það á að vera mér til yndisauka.


Vor við Seyðisfjörð

Það léttir alltaf göngu á vetrarvegi
er vorið boðar komu sína á ný.
Og sólargangur lengist dag frá degi
dimman flýr og golan verður hlý.

Og farfuglanna vængjaþyt ég þekki
þeir vitja lands og kveða hver sinn óð
Um bjarta nótt er sólin sefur ekki
en sveipar fjörðinn morgun-roðaglóð.

Og farfuglanna vængjaþyt ég þekki..

Er hljóðlátt regnið nýjan gróður nærir
og nálægt sumar léttir sérhvert spor.
Og ilm af lyngi blær úr fjalli færir
ég fagna því að senn er komið vor.


Og farfuglanna vængjaþyt ég þekki..


Mín heimabyggð er mér sem búið bændum,
sem blómstrar ef að hlúð er vel að því.
Að Seyðisfjörður eigi vor í vændum
er von mín nú, er byrjar öldin ný.

Og farfuglanna vængjaþyt ég þekki..

Hlakka svo til að lesa blogg frá þér á mjóa tímabilinu (öfunda ekkert huuuu puff)
Sissú

Nafnlaus sagði...

takk fyrir þetta fallega lag það var sungið á þorrablótinu og finnst mér þetta einstaklega fallegt. Ef maður er einhverntímann með heimþrá þá er það þegar meður heyrir þetta og líka lagið: Þú ert ung og..... Takk INGA

Nafnlaus sagði...

Elsku Inga gangi þér vel í bumbubaráttunni og ég mun hugsa til þín á miðvikudaginn eins og oft áður, þúsund kossar Liljafin.

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð ,rakst á þetta frábæra blogg þitt ,sé að þú blómstar í V-eyjum ,langaði að kasta á þig kveðju ,væri gaman að heyra frá þér . gangi þér vel ,en er samt ekki alveg viss um hvað þú ert að fara í ,en grunar samt hvað það er ,og gangi þér vel :-O kv Ingibjörg Ósk gömul vinkona ,ég er með email 1705@visir.is

Nafnlaus sagði...

Sælar.Takk fyrir síðast! mikið var gaman og mikið hlegið.langaði bara að segja enn og aftur Gangi þér vel Inga okkar! munum hugsa mikið til þín..og sakna þín líka mikið.
kveðja Vala Tröllahlátur og co

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga gamla vinkona mín!!
Enn hvað er gaman að þú skildir rekast á bloggið mitt. Já það heitir víst hjáveituaðgerð... ég læt heyra í mér við tækifæri og fæ fréttir af þér... kv INGA

Anna Lilja sagði...

Elsku bestasta besta Ingan mín
Langaði bara að kasta aftur á þig kveðju og óskum um að allt gangi vel dúllan mín. Hugsa til þín og verð með þér í huganum. Heyri svo í þér þegar þetta allt er yfirstaðið. Gangi þér vel Inga mín.
Kossar og knús frá mér til þín.
Þín vinkona Anna Lilja

Nafnlaus sagði...

sæl Inga mín, ég veit að þetta á eftir að ganga vel hjá þér, ég hugsa til þín og heyri í þér fljótlega. kveðja, Helga

Nafnlaus sagði...

Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
(1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
(2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
(3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
(4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
(5) Ef þú vilt barn
(6) Þú vilt vera ríkur.