föstudagur, 14. desember 2007

Horft inn í helgina...

Nýji aðventukransinn minn í dimmu...


Hvað er svo títt í dag ?? Jú ég fór að skoða litla prinsinn hennar Þóreyjar og auðvitað er hann flottastur í heimi.! Ég gat nú ekki annað en hlegið það er eins og Felix stóri bróðir hafi verið ljósritaður . Hann er nákvæmlega eins og það er sko ekki að leiðum að líkjast því hann var með fallegri ungabörnum sem ég hef séð.... Það náttúrulega rigndi rostungum og risaeðlum hér í dag og rokið var þannig að ef þú rakst við þá ropaðir þú því eftir smástund....( gegnumtrekkur) ojjj :=) Langhþráður föstudagurinn er runnin upp og það verður gott að komast í jólafrí en það hefst næsta fimmtudag. Í kvöld er dóttirin að fara að keppa í sundi !! gangi henni vel. S'iðan er ég að fara að hjálpa vinkonu minni að gera klárt fyrir útskriftarveislu sonar hennar. Til hamingju Hjálmar.!! Nú annað kvöld erum við hjónin boðin í mat til vinafólks og vonandi endar það með fillerýi. Thí hí, æ það er orðið svo langt síðan maður hefur hellt upp á sig svo fara það líka að verða síðustu forvöð í langan tíma.. En ég fræði ykkur á því seinna Fékk þessi stórfallegu kerti hérna fyrir neðan vinkona mín keypti þau fyrir mig í Reykjó og varð því að breyta aðventuskreytingunni en mér finnst hún flott svona svo ætla ég að búa til eitthvað sniðugt úr kransinum sem ég var með. Ég þarf bara að fá einhverja hugmynd... auglýsi hér með eftir einhverri hugmynd. Kransinn gamla getið þið séð einhverstaðar neðarlega á síðunni :) jæja ég óska ykkur góðrar helgar og gangið hægt um gleðinnar dyr og passiði ykkur í vonda veðrinu. Bless INGA



nýji aðventukransinn minn í björtu...













1 ummæli:

Goa sagði...

Æðislega flott!!
Vonandi er hætt að vera vont veður...aumingja Gísla ef þú ropar framan í hann..:)

Antar du utmaningen..?!