miðvikudagur, 5. desember 2007

lánsmyndavél og ljúfar myndir...

Já haldiði að hann tengdafaðir minn hafi ekki aumkað sig yfir mig og lánað mér þessa líka fínu digital vél svo að ég fór hamförum í gærkveldi og og fékk að lokum krampa í vísifingur en það er allt í lagi v.þ að það eru komnar nýjar myndir á síðuna mína og það er fyrir öllu. Annars er allt í góðu hérna, gaman að vinna í skólanum í desember og líka nóg að gera . Bæði próf og föndurvinna
við gerum líka svolítið í því að hafa allt á rólegu nótunum fyrir börnin og spilum jólalög og þess háttar. Ekki er nú veðrið á jólalegum nótum 6 stiga hiti og rigning. Ég held ég eigi aldrei eftir að venjast þessu hér í Vestm.eyjum hvað snjóar lítið og er ójólalegt. Ekki fyrir það að ég sé mikið fyrir snjó en þá er það nú þannig að þegar maður er í jólaskapi þá verður eiginlega að falla snjór í rólegheitunum úr loftinu... eða hvað finnst ykkur?? Svo má hann bara fara aftur til heimkynna sinna í byrjun janúar. Elskiði hvort annað allan desember og munið að það er miklu betra að taka því rólega .Það koma alveg jól þó að það sé ekki rifin niður eldhúsinnréttinginn og þrifnar skrúfurnar...knús handa ykkur sem vilja.


bjó til þessi kramarhús og finnst þau flott en ég veit ekki alveg með druslurnar sem hanga þarna niðurúr....
fékk þennan dásamlega kertavasa frá leynivin mínum í lokagjöf. Hann passar svo vel hjá mér.


voða notalegt að hafa þessa fyrir framan sig með kertum í á köldum kvöldum


fannst svolítið flott að fylla þennan vasa af gömlum jólakúlum sem ekki er búið að nota árum saman...Spegillinn minn á ganginum komin í jólabúning...


7 ummæli:

syrrý sagði...

Flott hugmynd með jólakúlurnar var einmitt að spekúlega hvað væri hægt að gera við allar gömlu kúlurnar. Og jú "druslurnar" mega missa sín, yrði fallegar án þeirra. Já svo þetta með jólasnjóinn, hvar er hann. Alltaf rok og rigning. Ég vil fá snjó og mikið af honum, allavega í nokkra daga svo það sé hægt að skeppa á snjósleða. Hef ekki komist á sleðann í tvö ár.

Goa sagði...

Flott hjá þér alltsaman!!
Svoo jólalegt...flott með kúlurnar...og mig langar til þín..:(
Sammála Syrrý að druslurnar mega kannski missa sig...yrði flottara án þeirra.
Sit hérna í roki og fjand... rigningu...gaman...NEJ!!
Hjartansa kveðja í hátíðabæinn...frá mér!

Hanna sagði...

Sæl Inga mín, geri aðra tilraun til að skrifa á síðuna þína( var búin að gleyma lykilorðinu, vona að það takist í þetta skiptið. Flott hjá þér kramarúsin og er alveg sammála hinum tveimur að druslurnar mega hverfa. En er mjög ánægð með jólakúluskrautið þitt, þær eru búnar að vera í uppáhaldi hjá mér síðustu árin, flott að hengja þær út í glugga missíðar, æðislegar í vasa eins og sést hjá þér. Jólakveðja frá elliheimilinu á Seyðis.

Anna Lilja sagði...

Sælar.
Ooooooooohhhhhhh loksins komu nýjar jólamyndir. Þú ert nú bara ekkert heima til þess að taka á móti manni og sýna manni jólin. En hætti samt ekkert ég skal koma hahaha.
Flottar myndir og er sammála síðustu ræðumönnum með druslurnar og kúlurnar í stóra vasanum geggjaðar en ég er nú bara svo ung að ég á engar gamlar jólakúlur þannig að ég get ekki stolið þessari hugmynd muhahahahahaha.
Hlakka til að hitta þig.
Knús af illó :)

Sigga sagði...

...sammála þessu með druslurnar, af meððær. SSvvoo fínt hjá þér. Þegar ég kom í vinnuna biðu skilaboð um kassa hjá Ödda (eimskip) Ég æddi niður í eimskip og sótti kassa sem ég hélt að skólinn ætti, geri það oft, rogaðist með hann upp á skrifstofu og tók þá eftir því að hann er merktur mér í bak og fyrir það var þá jólagjafakassinn frá þér. Hann stendur sem sagt á skrifborðinu mínu núna hí hí.

Mér finnst alveg óborganlegur hláturinn frá Önnu Lilju muhahahahahaha. Alveg eins og þú hlærð stundum.

Kveðja Sigga í vinnunni

inga Heiddal sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
inga Heiddal sagði...

Sælar elskurnar
mikið er ég glöð að hafa einhverjar til að hjálpa mér við skreytingarnar. Ég er hjartanlega sammála ykkur með druslurnar og þær eru farnar svo tek ég nýja mynd og sýni ykkur. Anna Lilja þú reynir áfram en ég e samt búin að vera að rotna heima hjá mér 2 síðustu daga alein... bæ INGA