mánudagur, 17. desember 2007

Þreyttust í heimi...

Já góðan daginn gott fólk . Ég ætla ekkert að tala um gærdaginn við ykkur allavega ekki þá sem komnir eru í jólaskap. Það var semsagt ekkert spes dagur hjá mér í gær og dagurinn í dag er ekkert spes heldur. Langar eiginlega mest að skríða upp í og vakna á aðfangadag. En maður lætur sig hafa þetta þegar gaman er, Það var alveg helv... gaman :O) :O) en ekki meira eum það . ég er að hugsa um að baka svolítið í dag og taka aðeins til ég á efitr að kaupa 3 jólagjafir og er að spá í að geyma það þangað til um helgina bara til að fá búðarrápsfílinginn. Hann er skemmtilegur. Það var svona kaffihúsastemming í bekknum í morgun en börnin komu með smákökur að heiman og fengu svo heitt kakó með rjóma . Við hlustuðum á jólalög , spjölluðum og sungum . Þetta var voða gaman.Vigdís Hind skilur ekkert í þessum jólasveinum sem eru að gefa henni í skóinn hún er búin að bíða eftir einhverri mörgæs sem hana langar *geðveikt* í en hefur ekki fengið. hún er nú til dæmis miklu ódýrari en þessi sundbolur sem ég fékk... en jólasveinninn hefur bara ekki fundið þessa mörgæs þó hann sé búin að leita út um allt. Jæja best að fara að byrja á þessari leiðinlegu tiltekt svo ætla ég að baka, það er skemmtilegra. Megi stjörnur príða huga ykkar í dag. bless í bili INGA

mynd fyrir nærsýna af* klukkustreng*...
Þetta getum við kallað klukkustreng eða eitthvað þannig...
gerði þennan á föstudaginn og er nokkuð ánægð með hann...


Þessir englar vaka yfir stofunni minni...



Engin ummæli: