föstudagur, 7. desember 2007

Lottovinningur eða bílfarmur af snjó!!!


Það er nú eins og það er ef maður óskar eftir pínu snjó til að gera allt jólalegra nei nei þá bara koma heilu bílfarmarnir úr loftinu. Það var ekki þetta sem ég vildi ég sagði bara smá.Ég er vissum það að ef ósk mín rættist um að ég fengi bara oggo poggolitin lotto vinning þá væri það bara bónus vinningur en ekki 6 faldur potturinn. En hvað um það ég var voða dugleg í föndrinu í dag og gerði 2 kransa og eitt kramarhús svo pakkaði ég inn nokkrum jólapökkum og afmælisgjöfinni hennar Gúu minnar en hún verður 40 ára annan í jólum thí hí gamla geit. Víðir burtflogni unginn minn kom heim áðan og ætlar að kúra í faðmi mömmu sinnar alla helgina... Það verður gott og gaman við ætlum að hafa Harry potter helgi og horfa á allar 5 myndirnar og sukka pínu í nammi og mat. En elskurnar mína eigiði góða og ljúfa helgi og munið að það koma jól þó að ein kakan misheppnist. Love you all INGA


Þetta er svefngangurinn í heild sinni...
ég er ekki að sýna ykkur myndir af brennivíninu mínu.....

þessa kransa gerði ég í dag og heppnuðust bara vel...


Þetta kramarhús gerði ég í dag það er um 50 cm langt... bara fínt er það ekki og kúl að setja svona greni í...

Þetta er pakkinn sem ég ætla að gefa Gúu vinkonu í afmælisgjöf... :) Nú er hún ótrúlega forvitin
he he
















4 ummæli:

Sigga sagði...

Mjög fínt hjá þér systa mín. Gangurinn flottur og bara allt.
Er að fara á jólahlaðborð í Skaftfelli á eftir með Jóhönnu,Ingibjörgu, Ásu og Önnu Karls, heyri í þér þegar ég kem heim.
Knús lille söster

syrrý sagði...

Æi það er svo fínt hjá þér. Annað en hjá mér, eftir 4 tíma innkaupaleiðangur ( ikea, rúmfatalagerinn, bara bilun á föstudegi) nýkomin heim og þá birtust 3 unglingar + sá yngsti og Allir ætla að gista og 5 hundar.
Úff er að hafa mig í að koma öllu liðinu fyrir. Ætlum að fara og höggva jólatré á morgun og fara á markaðinn sem er í Kjósinni. En eigið þið góða helgi með Harry og félögum. Kveðja Syrrý hundakona

Hanna sagði...

Flottir kransar hjá þér Inga mín, var einmitt á skreytingarkvöldi hjá systu þinni í gærkvöldi og vöfðum nokkra svona kransa, drukkum rauðvín/hvítvín
með og svo var boðið upp á hreindýra- og gæsapaté ásamt ýmsu öðru, þvílík flottheit hjá systu þinni og þetta var mjög notalegt og skemmtilegt kvöld. Var einmitt að koma úr Skaftfelli, útþaninn af allskonar góðgæti alveg frábært kvöld, sit hér upp í rúmi með fartölvuna og varð náttúrulega að kíkja á síðurnar hjá þér og Gúu, bið að heilsa í bili.johannapals

Goa sagði...

Þetta er nú ekki fallega gert af þér gamla kona!!!
Nú bilast ég nátturulega úr...gleði forvitninnar!!!
Og þú bara varðst að setjag MYND af pakkanum..."arghhhh"
Flottir kransar! Var líka að binda á hvíta skápinn minn uppi..:)
Kramarhúsið æði svona stórt!!
Ástarkveðjur og biað heilsa litla syninum..:)
Og hinum íka!!