mánudagur, 24. desember 2007

Aðfangadagur...

Allt að smella saman búið að búa til búðingin og búið að fara í kortaleiðangur .Þar sem hefð er fyrir að börnin hlaupa með kortin á aðfangadag. V'iðir gerði þetta alltaf en Hind er tekin við og er þetta í þriðja skipti sem hún gerir þetta. Búið að fara með pakkana til ömmu Gunnu og ömmu Villu og hefð er fyrir því að kíkja alltaf til Ömmu Villu á aðfangadagsmorgun. Hún er komin á elliheimilið núna og er með svo vistlegt og hlýlegt herbergi þar. Amma Gunna er á sjúkrahúsi en ætlar að eyða aðfangadagskvöldi hjá einni dóttur sinni og fjölskyldu.Á eftir fer ég svo niður í kirkjugarð og kveiki á einu kerti fyrir Báru mína sem dó svo sviplega og svo alltof ung. Já minningarnar hrannast upp á svona dögum og oft svo erfitt að komast í gegn um þá án nokkura tára. En að er líka allt í lagi því það er eina sem ég get gefið þeim sem eru farnir frá mér og ég sakna.
Elsku allir!! Gleðileg jól og minnumst allra með gleði og frið í hjarta INGA

Héðan í frá verður alltaf tendrað á kerti fyrir þig elsku amma Sigga... ég sakna þín svo mikið.


boðið var upp á komfekt og kertaljós í þorláksmessuboðinu...


í þorláksmessuboðinu er alltaf eitthvað gúmmelaði....talið niður til kl 18:00...
4 ummæli:

Hanna sagði...

Elsku Inga og fjölskylda, sendi mínar bestu jólakveðjur til ykkar allra og megið þið njóta alls þess sem jólin hafa upp á að bjóða. Jólakveðjur úr firðinum fagra þar sem allt er hvítt og mjög jólalegt þessa stundina.
Jólakveðjur frá öllum á elliheimilinu, Hanna.

Sigga sagði...

Sagði allt sem ég ætlaði í síðasta commenti en varð náttúrulega að skoða nýjasta bloggið og bulla eitthvað hér.

Glædelig jul

ágústa sagði...

Elsku Inga og fjölskylda. Gleðilega jólahátíð og takk fyrir hvað þú hugsar fallega til hennar systur minnar. Bestu kveðjur úr Miðtúninu frá Ágústu, Gunnari, Agnesi, Sveini, Þóru og Svenna.

CHIC-HANDSOME sagði...

Merry Christmas