sunnudagur, 2. desember 2007

Jól liðinna ára

Ég er hálf ryðguð í dag og er búin að kúrast og lesa og skreyta eins og ég lofaði mér fyrir helgina. Það var svo gaman í gær og hátíðlegt. Það gekk ljómandi vel að syngja og leynivinuum var uppljóstrað. Ég bilaðist úr hlátri þegar leynivinur minn kom og knúsaði mig en það var enginn önnur en Kolbrún, kennarinn sem ég vinn við hliðina á alla daga vikunnar. Enda sagði hún að þetta hefði verið erfið vika og hún beið eiginlega alltaf eftir að ég forvitnaðist hjá henni hver væri vinur hennar. En að mig skildi gruna hana var aldrei inni í myndinni.Ég segi bara við hana takk takk fyrir allar fallegu gjafirnar frá þér. Myndavélin er auðvitað ennþá eins og fífl og harðneitar að taka myndir og ég sem er búin að skreyta allt og meira að segja jólatréð sem er með splunkunýju sniði. En í staðin koma nokkrar myndir frá liðnum jólum .. Bless í bili og ég ætla snemma í háttinn vegna einhverjar óskiljanlegs slappleika :) sendi ykkur draumfagra strauma!!

systkinin á aðfangadagskvöld 2004
Hind að velta fyrir sér hvað sé í pökkunum (2004)

lítið hreindýr á jólunum 2004


stundum koma fleiri börn til að hlusta á sögur og fá pakka (2006)



kertasnýki langaði mikið til að taka með sér minjagrip en .... (2006)




ég var sko ekkert hrædd við kertasnýki þó ég væri bara 2 ára (2002)



hey ekki gleyma að taka mynd af mér (2002)


Ég sá mömmu kyssa jólasvein (2005)



Kertasníkir hefur sagt börnunum sögur frá ferðum sínum (2005)



kertasníkir hefur komið undanfarin ár með pakka handa börnunum ( 2005)








1 ummæli:

Sigga sagði...

Það eru ekki allir svo heppnir að fá jólasvein í heimsókn, og alveg inn í stofu. Flottar myndir.
Kveðja Sigga