mánudagur, 10. desember 2007

Eldhúsumræður...

Jæja þá erum við búin að færa okkur inn í eldhús og þetta er afraksturinn úr því.. Það er svo sem ekkert nýtt þar en er aðeins búin að létta á því líka. Í morgunn var glatt á hjalla í skólanum við byrjuðum í stofu kl 8 en um kl 9:30 fórum við í íþróttahúsið og hlustuðum á lúðrasveitina spila jólalög. Síðan lá leiðin í kirkjuna og hlustuðum þar á presta Landakirkju segja sögur og svo sungum við 2 jólalög. Ég var heima í dag og fékk Önnu Lilju vinkonu í heimsókn með trallann sinn sem ég á eftir að éta einhvern daginn hann er svo mikill .... ég veit eiginlega ekki hvað en ég gef honum yfirleitt stórann prumpukoss ef þið vitið hvað það er :) Hann reyndar gaf mér núna rennblautann sleikipinnakoss með appelsínubragði.:)
Á morgun er föndurdagur í skólanum og þá verður gaman allir að búa til eitthvað jóladót og jólakort . Ég hlakka til. Elskurnar !!þetta var pistill dagsins og ég bið um frið á jörð þið kannski óskið þess með mér það er aldrei að vita hvað rætist. Þið munið hvað gerðist þegar ég bað um "smá" snjó :=)
ps.. Ætli ég verði ekki að segja ykkur líka að Inga Hanna kom í heimsókn í vikunni svo hún fari ekki í fýlu....
eldhúsaðventukransinn minn...
Dickensbörnin syngja á meðan ég elda...

gluggi í eldhúsinu


* Sia * börn svo sæt og góð



glugginn í borðkróknum...




þetta jóla-punt-búta-saums-handklæði gaf Kolbrún kennari ,samstarfskona og leynivinur mér í jólagjöf í fyrra...:)





kertastjakarnir hans Tóta komnir í jólabúning...






2 ummæli:

Goa sagði...

ertu bara að reyna að lokka mig...er það ekki!!
Ekkert smá jólalegt hjá minni...en meira en þrjár sortir ef ég á að koma!!
Knus och klemm...úr uppskurðarlandi..:)

Goa sagði...

í þessum skautum
skaut ég rótum
ráfandi á fjórum fótum
fann ég hatt
og í hann datt
og á skautana hnúta batt
allt þetta gerðist voða hratt
OK!!