miðvikudagur, 19. desember 2007

ekki er nú öll vitleysan eins

Já það er ekki öll vitleysan eins. Ég fékk einhvern fjan... í mig eftir fillerý helgarinnar það kallast kannski samviskubit ég veit ekki en ég er búin að vera ofvirk síðan og búin að baka fullt og pakka inn fullt og skrifa á fullt af kortum ,þrífa og ég veit ekki hvað. En fannst endilega að ég þyrfti að fylla gömlu stampana hennar ömmu eins og ég hef alltaf gert. Ætlaði ekki að gera það núna en það er semsagt búið. Nú vantar mig bara einhvern til að borða þetta. Allavega ætla ég erkki að gera það ég er þó búin að smakka á þessum nýju sem ég bakaði. Þær eru góðar.. :(Nú er kl 12:30 og ég orðin grútsyfjuð en næ mér einhvernvegin ekki niður ég ætti kannski að fara að baka meira þangað til ég hníg niður úr þreytu thí hí æ þetta er bara gaman. Fórum í sund í kvöld líka ég og Hind svo ég ætti allavega ekki að hafa fitnað á þessu sem ég át í kvöld, synti það allt burt vonandi. Æ ég held ég halli mér núna og vonast til að sofna með morgninum... góða nótt og látið stjörnuna í hjarta ykkar ráða ferðinni . :)

...og gömlu stamparnir hennar ömmu Siggu fylltir...
skrifað á kort til krakka í bekknum á milli þess sem sett var krem á milli...

brjálað að gera baka, pakka...


nýjar kökur komnar í stampa...



3 ummæli:

syrrý sagði...

Dugleg. Tja þú ættir kannski að detta í það oftar!!!!

Goa sagði...

Jesús og allir álfar í ógöngum!! Hvað er í gangi...ekkert smá dugnaður í þér...timbraða kona!! Maður ætti kannski að detta almennilega íða og sjá hvað skeður!!

Annars vildi ég óska að þú gætir séð...fallegu semelíukertin sem lýsa mér akkurat núna og...snjókornið sem glitrar í glugganum og...litlu svartsilfruðu kertastjakana sem prýða hilluna og...hjörtun sem hittu engilinn minn og servétturnar sem enginn má hreyfa...nema ég!!
Miljón Takk...elsku Ingan mín fyrir allt þetta gotterí...þú veist hvað kemur sér best hjá eldri konum!
Ég er svooo ánægð með þetta allt!!
Ástarkveðja til þín...frá mér!!

Berglind sagði...

hvernig nennir þú öllu þessu kremdóti ég bara spyr? en stamparnir eru æði væri til í að eigan nokra svona