miðvikudagur, 12. desember 2007

stekkjastaur kom fyrstur...

Hvað segiði gott í dag? ég er í fýlu og það skeður nú ekki oft. Mamma og pabbi komast ekki til okkar um jólin því hún er þannig brotin að hún má ekkert hreyfa sig í xx margar vikur. Ekkert er hægt að gera í svona brotum svo hún er bara að kveljast úr verkjum og í fatla og svo skorðuð af einhversstaðar í húsinu og pabbi sér um allt.. thí hí gott á hann. Það verður rúgbrauð í jólamatinn hjá þeim... Ég er að reyna að gera gott úr þessu en mér tekst það svo illa að ég er að kafna. Ég vona að mamma lesi ekki þetta blogg því hún færi þá á taugum og byrjaði að labba af stað til mín um leið og lestri lyki.Annars var fínt í skólanum í dag við vorum að pakka inn jólagjöfinni til foreldra of fórum á slökkvistöðina horfðum á jólamynd og svöruðum umferðargetraun... Hindin var ánægð með fyrsta jólasvein þessa árs hann gaf henni gullpeninga og litla "pets" kisu enda var hún dugleg og góð að fara að sofa og vaknaði líka tiltölulega létt... :O) endilega kíkiði inn á síðuna hennar sem er hérna aðeins neðar og slóðin er heiddal.blogspot.com þar getiði séð jólasveinana og kvæðin þeirra eftir því sem þeir birtast.. Kveð að sinni og í hljóði huga að mömmu minni.
Þessi er mér kær því ég gerði hann sjálf og mikil vinna að gera hann. Þetta er ST. NIKULÁS

3 ummæli:

Goa sagði...

Æ. hvað ég varð döpur við þessar fréttir!!
Skilaðu hjartans kveðju til mömmu þinnar...ég hugsa fallega til hennar!!
Flottur sveinn!!

Knús og klemma!!

...veistu að plast greni er flottast af öllu þessu gervi drasli!!

Berglind sagði...

Æ en leiðinlegt fyrir ykkur, en er ekki bara málið að koma austur og elda ofaní liðið svo það þurfi ekki að naga rúgbrauðsskorpur um jólin. jólakveðja Berglind

Sigga sagði...

já þetta er hörmungarástand allt ómögulegt og skelfilegt, vesen og vandræði :) ég segi nú bara svona svo þér líði enn verr og drífir þig bara austur.
Ætli maður geti ekki gert betur en rúgbrauð á jólunum handa settinu.
Kveðja systa