föstudagur, 20. febrúar 2009

Ýmsar nýjar áttir....

Helloj!!
Já Kjellingin fór í skveringu í dag og ekki vanþörf á. Fékk sér nýtt andlit og nýtt hár og reyndi svo að hressa upp á kroppinn með litlum árangri þó, en það mjakast. Fékk mér 10 tíma í Ultratone tæki sem er alveg að drepa mig en ég læt mig hafa það og svei mér þá ef það ber ekki árangur á hinum ýmsu slappari stöðum sem eru hvarvetna á þessum ýturvaxna kroppi.:=)
Hárið fékk ég hjá Hafdísi sem ég var að prófa í fyrsta skipti og var svona helv... ánægð með. Og augabrúnirnar fékk ég hjá henni Fjólu minni sem er að láta mig engjast líka í þessu tryllitæki sínu Ultraeitthvað...Það svona liggur við að maður verði að klæða sig upp og hreinlega fá sér rauðvínsglas eða 12 eftir daginn en ætli ég láti ekki nægja að kítla kallinum. Það mjakast svo í rétta átt nýja herbergi Hindarinnar en guð minn á himni hvað það kom mér á óvart hvað krakkinn á mikið af dóti!!!!Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera við þetta allt. Því þegar maður þykist vera unglingur einn daginn og svo mikið barn hinn daginn þá er erfitt að velja hvað á að taka með í hið fullkomna herbergi svo ekki verði um stílbrot að ræða. Ég keypti svo þessa mynd, já þessa yndislegu mynd sem ég var að hengja upp í eldhúsinu hjá mér í dag af fjölskyldumeðlim sem leynir svo á sér því hún er mikil listakona bæði á málningu og svo skartgripagerð...og hún var að koma út úr skápnum með þetta bara fyrir stuttu. Ég þyrfti eiginlega að taka myndir af skartgripunum hennar og fá að sýna hér. En þetta var mitt innlegg í helgina og Tobba mín ég vona að þú sért ánægð með mitt ferska look um leið og ég óska þér og öðrum pokahornsvinum góðrar helgar.
Ingibjörg sem eitt sinn var ung,gröð og rík en er núna bara.... já og ég læt ykkur um að botna þetta.
~~**~~

Fæðing á hinu fína Unglinga/barnaherbergi...
Listaverkið mitt....

sem er algjör draumur.....


augabrúnin mín svo undurfríð....


Jamm alltaf þegar mér finnst ég hafa breytt svo mikið til þá.....


er nú kannski ekki svo mikil breyting after all....But i like it...

~~**~~

12 ummæli:

Sigga sagði...

Herbergi Hindarinnar verður æði (btw mig vantar svona svart/hvíta kassa inn á bað).
Myndin to die for.
Ekki svo mikil breyting á þér, bara flott eins og venjulega.

Knús, sys

Nafnlaus sagði...

Bara flott Þú,herbergið og myndin
Hver gerir þessa mynd? Hún er geggjuð
Knú og kveðjur Sigga fræ í Hveró

Díana sagði...

Hæ Inga... mundi allt í einu eftir að þú bloggar líka.
En mikið öfunda ég þig að vera búin í svona snyrtidekri... einmitt það sem ég þarfnast.
En mér finnst þú a.m.k. very flott... lítur rosa vel út og hár og augabrúnir mjög flott... hef ekki séð hvað ultratone tækið gerði enda skiptir það ekki máli því þú hefur greinilega grennst ansi mikið síðan ég sá þig síðast.
Kærar kveðjur til Eyja, líst vel á unglingaherbergið.
Knús frá Kerteminde, Díana (Hönnu systir) :)

inga Heiddal sagði...

Æ takk Díana!! Og gaman að fá komment frá þér. Gangi þér og þínum sem allra best í Danaveldi. Kremja INGA

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Allt annað, þoli ekki konur með loðnar augabrúnir, dæmi fólk eftir plokkun, passaðu þig á ultratóninum, minnist þess þegar systir mín var í svona trimmform, og bróðir minn ætlaði aðeins að stríða henni, og jók kraftinn í botn en við það datt takkinn af og hún engdist um af kvölum og krömpum í maganum meðan hann engdist um af hlátri og hvorugt þeirra fattaði að rífa tryllitækið úr sambandi, hún gekk í keng í marga daga!!!!Maður á að dekra við sig, allt of langt síðan ég hef gert það, 1.5 ár eða eitthvað, plokka og lita sjálf, hef gert það frá því að amma kenndi mér það þegar ég var 18 ára, fékk sendan yndislegan plokkara frá Sviss og plokka ég og plokka!!Ég á eigin hárgreiðslukonu, íslenska ofurgellu sem kemur heim til mín og litar og strípar, yndislega þægilegt! helgarknús frá Sverige til Eyja, ps getur þú sagt mér hver eitraði fyrir Mr Johnsen!
Tobba tútta

brynjalilla sagði...

þú ert falleg Kona Inga og heimilið þitt er í stíl við þig;)

inga Heiddal sagði...

Takk dúllurnar fyrir commentin.... Og Tobba maðurinn minn segist hafa eitrað fyrir Árna :=) ég sel það ekki dýrara en ég keypti....

Nafnlaus sagði...

Égsegi bara gengur betur næst Gísli minn þú hættir ekki með hálf klárað verk !!!!!!!!! :) Kveðja úr Hveró

inga Heiddal sagði...

hahahaha.... góður!!! fræið mitt...

Nafnlaus sagði...

Orðið heldur betur flott herbergið. Ekkert smá flottar myndirnar hjá Elsíabet, ég er að fara til hennar á eftir og skoða, mamma hennar kom í vinnuna og sýndir okkur æðislegar myndir af eplum flottar í nýja eldhúsið mitt og frábær myndin þín af blóminu. Heyrumst það er reyndar eins og við búm ekki á sömu eyjunni maður sér þig svo sjaldan Kveðja frá Boðslóðinni.

Nafnlaus sagði...

Hæ, hér hurfu tindilfættar álfadísir ættaðar frá Láru Ashley skyndilega undir unglingastjörnuplaköt ættuð frá Ameríku...Hanna Montana og félagar..maður verður sko ellefu ára í sumar. Þú voða fín, báðar augabrúnir og allt hárið - líka eldhúsið og mjói maðurinn! Bestu kveðjur úr Mosó, Inga Vals

inga Heiddal sagði...

????? Hver ertu fá Boðaslóðinni??? Segja til nafns. Það býr fullt af fólki á Boðaslóðinni. Þó mig gruni nú kannski hver þú ert.... Og Inga enn gaman að heyra frá þér. Já það er allt að fljúga í burtu frá manni og svo stendur maður uppi með ekkert nema tónleikaferðir í framtíðinni... Ekki það að það sé neitt leiðinlegt:=)
ps. Verðurm í sambandi um næstu helgi..Kv inga