þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Og hefst þá fjörið....

.... Og þá er það kvöldið sem allir höfðu beðið eftir. Vorum aftur mætt hjá Hönnu yfirgestgjafa í eitt glas áður en haldið var af stað. Að venju er tekin ein eða fleiri gellumynd af kvenfólkinu. Það var gaman að sjá hvað kallarnir voru hrifnir og rifust um að ná sem flestum myndum. Ég veit þó að hann mjói minn hefði setið sem fastast ef hann hefði verið með. Blótið sjálft var hreint stórkostlegt og þegar ég fór í fyrra þá hélt ég að ekki væri hægt að toppa það, en jú jú mín skemmti sér sem aldrei fyrr og toldi á löppunum til 4... Það var heldur styttra en í fyrra en ég nennti ómögulega að fara í partý á eftir eins og þá. Geri það þó næst er ákveðin í því. Hér fyrir neðan eru svo myndir af kvöldinu og þá sérstaklega mér í hinum ýmsu uppákomum... Merkilegt hvað ég verð alltaf eins og ég veit ekki hvað þegar ég er dottinn í´ða. Það ætti að banna myndatökur :=) ég bið að heilsa að sinni. Ingibjörg athyglissjúka.

Föngulegur hópur á leið á Þorró 2009...
Ég og pabbi sæti ....

Heiðurshjónin Hanna og Halli gestgjafar aldarinnar....

í góðum gír....

Mamma greyið þurfti að vera svona klædd vegna þess að hún var í þorrablótsnefnd... Að öllu jöfnu er hún ekki svona halló....

Heimildamynd af systir minni.....


Aldís og Sigga... Og Guðsteina eins og siðgæðisvörður þarna fyrir aftan....

Frændurnir Ormsson...:=)


Já já Ingibjörg athyglissjúka....

Og þarna líka... Hef örugglega tekið þessa mynd sjálf...:=)


Já fæst orð hafa ........

9 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hej i natten.
Får igen alla mail från dig...
Har du fått några bilder?
Kram och godnatt.
Synne.

Sigga sagði...

Óge....ga gaman. Myndin af okkur mæðgum syngja finnst mér frábær.

Knús, sys

p.s. greyið taktu út þetta föndur hér fyrir neðan svo maður geti commentað án þess að fá krampa í fingurna. Hafðu bara opið fyrir alla og henntu bara sjálf út perrunum sem slæðast inn.

brynjalilla sagði...

hahahha gaman að sjá þig á ný og í svona stuði, frábært;)

Nafnlaus sagði...

Bara flottar GELLUmyndir.Inga mín ætlar þú ekki að ath með að sitja fyrir hjá Playboy
Knús í hús Sigga fræ

inga Heiddal sagði...

Gæti farið svo þegar verður búið að stytta "Húðkjólinn" minn:=)

Goa sagði...

Já...ég sé að þetta er ekki góður félagsskapur fyrir mig! Eins gott að ég var ekki þarna.;)

örugglega engin verið í húðkjól í Pb...Why not?!?!?

klemma og knús...

Goa sagði...

æi já! Ég kem bara til þín og drekk með þér!
Er að reyna að þvinga þórir að fara og kaupa rauðvín..:)En það hljómar auðvita miklu betur að koma til þín!
I wish..!

Klemma til þín darling...

Goa sagði...

ég hló til ég dó!!!
Búin að gleima...*hmmm*, stavas i eða Y..?!?!...rassamyndunum...
*hahahhaha*

já, lífið er yndislegt..:)

Koss aftur...

Goa sagði...

Gottáðig!
Ég er að deyja mig langar svooo á fyllerí og út og dansa og...!
Já, ég hlýt að vera full..frísk..:)

Klemmma....