sunnudagur, 8. febrúar 2009

"Raklett" matarboð og "álfakeppni"...

Sælt veri fólkið...
Það gengur á kvótann hjá manni helgi eftir helgi og er ég nú staðráðin í því að fara að spara hann svo e´g geti verið með rauðvínsglasi í hendi í sumar. EN á föstudagskvöldið héldum við hjónin raklett matarboð fyrir vinafólk okkar og var það bæði ljúft og gaman . Borðuðum dásamlegan mat og skemmtum okkur við ýmsa fáráðnlega hluti... s.s. eins og að fara í sem ég kalla álfakeppni það er nefnilega líka til puðrukeppni og það er svo fyndið þegar er tekin mynd af því þegar maður puðrar. Álfakeppnina van Frikki eins og sjá má hér fyrir neðan á mynd... Hann er hreint óborganlegur á henni. Þá togar maður í eyrun á sér og segir: HÆÆÆÆÆ....( ÝkT) þangað til er búið að taka myndina. Ég er annars búin að vera sófacreep alla helgina og fært mig á milli sófa annað hvort til að lesa, glápa eða tölvast. Það er nauðsynlegt að eiga svona daga. Trommarinn minn hefur verið hér í heimsókn yfir helgina en lítið hefur sést til hans þar sem vinirnir ákváðu að skemmta sér saman á föstudagskvöldið og svo fór hann í 20 ára afmæli í gærkvöldi... Já gott fólk hann lilli minn litli verður 20 ára í maí!!!! Hvar stend ég þá?? jú miklu yngri en nokkru sinni áður. Þannig lít ég nú á hlutina. Gotthjá mér !!! Ég óska ykkur góðrar viku sem framundan er og munið að "rauðvínsglas reglulega gerir engan að alkóhólista"...:=)
Ingibjörg unnandi rauðvíns reglulega...

~~**~~

mmmm... maturinn á leið á pönnuna...

tilhlökkun...


gestirnir ásamt gestgjafanum....frúin aitthvað að skipta sér af hvernig myndin væri tekin....


Lilja í fortíðarkrísu með Journey...


Mín að D.j ast og" Saga"með The humble stance á dvd...


Gísli að kenna Lilju á feisið...

Og gott fólk hér vann Frikki sér inn þvottavél og þurrkara og bingólottobol!!!

Hahahaha... hreint frábær mynd....


Jó góður en ekki bestur.....hann vann ekki neitt.
Lilja er nú bara sæt svona....


Ingibjörg mín það átti að toga eyrun út.....


Hún hefði átt að vinna eitthvað með þessu....


eða þessu. en hún fær að njóta vinningsins með manninum sínum í staðinn.....

4 ummæli:

Synnøve. sagði...

Sæl Inga.
Det går dåligt med språkkursen ska jag säga. Men jag ger mig inte.

Det ser ut som ni har det kul ialla fall.
Kramen goaste du...

Jo, gudbrandsdalsost är norsk. Har du aldrig smakat?

brynjalilla sagði...

þennan leik þarf ég að prófa án efa líka fín sjálfshjálp til að koma sér í gott skap þegar þarf að létta febrúarlundina:)

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

eins og álfar út úr hól!

Goa sagði...

Þetta er bara snilld!
Ekki vissi ég að það væru álfagen í ættinni...en, það skýrir að sjálfsögðu margt..:)

Klemmu kremja...