þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Hörmungar heimilisins.....

Gott kvold gott fólk!!
Jæja þá er kannski hægt að blogga um eitthvað skemmtilegt núna... En viti menn í annað skipti á tveim vikum er ég heima með veika dótturina. Fór of snemma út og leyfði henni að fara í sund á laugardaginn síðasta og uppskar ekkert annað en bullandi eyrnabólgu ,hálsbólgu og háann hita...:=( Þvílík hörmung. Er þar af leiðandi búin að vera heima í gær og í dagog verð áfram á morgun. Ég fór með hana upp á sjúkrahús á mánudagskvöldið þá var hún búin að grenja úr sér þindinni í marga klukkutíma. Og jú allt vaðandi í sýkingu. Fengum pencilin og verkjalyf og og deyfandi eyrnardropa. Nú er allt á réttri leið en ég læri af mistökum mínum og hún fer ekki fet út fyrr en um helgi í fyrsta lagi.... Búið mál. VIð tókum okkur til hjónakornin og ákváðum að leyfa henni (Hind) að skipta um herbergi við bróður sinn þar sem hann er fluttur að heiman og þá vildi hún náttúrulega fá "betra" herbergið. Það voru ákveðnar skoðanir sem hún hafði á þessu öllu saman og við búin að snúast í kringum hana alla helgina og klárast vonandi um næstu helgi að mála allt og gera fínt. Því svart og hvítt skal það vera og ekkert annað. Bróðir hennar kom í heimsókn um síðustu helgi og gaf henni svarta og hvíta púða og svartan og hvítan lampa og 6 svarta og hvíta kassa til að geyma alls konar smádót í... Það fannst henni ekkert leiðinlegt. Nú svo er hún að fara með okkur upp á land í næstu viku og er búin að skrifa innkaupalista sem inniheldur allavega búðir sem hún ætlar í og er ákveðin í að kaupa sér stóra mynd af hesti ( svarthvítum) í svörtum ramma. Segiði svo að hún hafi ekki eitthvað frá mér... Þar á ég við ákveðnina og kaupæðið... :=)Annars er allt í góðu nema kannski það að þvottavélin mín er biluð og jú uppþvottavélin líka. En ég er jákvæð og þvæ í höndunum og vaska upp á gamla mátann. Mikið er það nú leiðinlegt ég var búin að gleyma því... Svo tók ég nú upp á því að taka húsgögn Hindarinnar og lakka þau hvít ( voru furu hvíttuð) dauð sé eftir því þvílík vinna... En ég er jákvæð er núna búin með náttborðið og skenkinn en á eftir himinháa hillu og stóra, stóra kommóðu...:=( En ég verð búin með það innan tíðar því ég er svo jákvæð á þetta allt. Ég held ég biðji að heilsa ykkur í bili áður en ég drepst úr jákvæðni og býð ykkur góðrar nætur.
Ingibjörg undurjákvæða.

~~**~~


Horn úr herbergi trommarans og restin hans af dóti sem fer í geymslu...

~~**~~

Þessi gardína er komin út í tunnu hún er búin að lafa þarna upp í allvega 10 ár....
~~**~~

Mjói minn rosa duglegur....
~~**~~

svart/hvítt...
~~**~~

Púðarnir svo sætir... eru reyndar svolítið silfraðir en bara flottir...
~~**~~

Sætur lampinn... svona píramídi....
~~**~~

Kassarnir koma sér vel hjá stúlku sem engu má henda hjá....
~~**~~

Ógó flottur skenkurinn eftir að hann varð hvítur.... en boring að vinna hann....
~~**~~


Og náttborðið flott líka.....
~~**~~

8 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hejsan på dig Inga.
Så nu är det full fart på oppussinga ser eg.
Flott.
Du må bara komma hit och fortsätta.
Kram på dig i kylan.
Synne.

Nafnlaus sagði...

Herbergið verður voða smart hjá ákveðna sjúklingnum.

Ég tók svona endurmenntunarnámskeið í uppvaski eða við hjónin í fyrra það var bara gaman!
En að þvo í höndunum það geri ég ekki lengur níðist á mömmu tengdamömmu þvottavélum þeim kippt úr helga steininum og aldeilis teknar til kostanna það þarf líka yfirleitt að þvo 3-4 vélar hér á dag.
Alltaf gaman að kíkja hér inn. Fallegt það sem þú skrifar um vin þinn hér fyrir neðan!
Kær kveðja!
Hjördís Inga

Nafnlaus sagði...

Hæ frænka!!!Það vantar ekki dugnaðinn á þetta heimili.
Knús úr Hveró Sigga fræ

Sigga sagði...

Vóó þetta verður æði. Það verður gaman að sjá þegar allt er tilbúið.

Kveðja sys

brynjalilla sagði...

stefnir í flott svarthvítt herbergi, púðarnir eru æði og húsgögnin geggjuð, harkan í þér að mála og lakka

Nafnlaus sagði...

Bara að kvitta fyrir innlitið. Kíki reglulega á síðuna þín hún er flott eins og þér er von og vísa. Herbergið verður örugglega glæsilegt. Kveðja Svandís.

inga Heiddal sagði...

Gaman að fá komment frá einhverjum alveg nýjum... :=)Takk fyrir það Svandís..

Nafnlaus sagði...

Heyrðu mín kæra.
Þvottavélin er sko opin fyrir þig þegar þú vilt. Algjör óþarfi að þreyta hendurnar það er víst nóg annað að gera. Þvottahúsið ber nú alveg tvær fjölskyldur :-)
Herbergið verður æði og það kemur manni nú ekkert á óvart, það leikur allt í höndunum á þér. Mublurnar eru æði. Veit núna hvert ég get leitað þegar það þarf að fríska upp á furuna hjá prinsunum mínum múhahahahaha.
Knús á þig
Þín Anna Lilja