laugardagur, 14. febrúar 2009

Hilmir Reynisson f 13/12 1961. d 14/.02 1995

~~**~~
Elsku bestasti minn nú eru 14 ár síðan þú fórst... Finnst ekki vera svo langur tími síðan við sátum í Firði og spiluðum Eric Clapton og Santana. Það eru svo margar minningar sem koma upp og ég uppgötvaði að það var á Valentínusardag sem ég fékk hringinguna og fréttir um að þú hafir dáið í hörmulegu bílslysi. Skrýtið hvernig fyrsta hugsun mín poppaði upp þegar ég fékk fréttirnar. : Nú jæja hann hefur þá náð honum að lokum...Eitthvað hefur æðra valdið ætlað meira að nota þig þarna hjá sér en þú snerir á hann í mörg skipti, svo oft sem þú lentir í slysum er manni ómögulegt að skilja hversu oft þú komst klakklaust frá því. Ég sofna ennþá á kvöldin horfandi á fallega brosið þitt leiða mig inn í draumalandið. Eins og á veggnum mínum í svefnherberginu á ég af þér mynd í hjarta mínu og allar góðu minningarnar. Ég sagði á sínum tíma í minningargreininni minni til þín að þín yrði minnst reglulega í góðra vina hópi og það hefur verið gert reglulega síðan. Sofðu rótt kæri vinur. Þín Inga


14 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hej gumman.
Vad har hänt?
Kram Synne.

Goa sagði...

Já víst er þetta bara svona. Alveg eins og þú skrifar. ég er ekkert hrifin af Valentínusardegi síðan 1995. Ég bara kveiki á kerti og minnist hans og mun alltaf gera.Allt annað finnst mér bara bull.

Takk elsku Inga fyrir ydislega fallega færslu.
Hjartansknús til þín...alltaf!

Sigga sagði...

<3<3<3

Synnøve. sagði...

Hej igen vännen.
Då förstår jag.
Sänder mina varmaste hjärtekramar till dig på sagoön.
Kramen Synne och J.

Nafnlaus sagði...

Já hann var góður drengur sem fór allt of snemma
kv Fúsi G

Nafnlaus sagði...

Fallega skrifað hjá þér Inga mín og ég minnist hans með ykkur
kærar kveðjur Lilja á Seyðó.

Berglind sagði...

Hann var og er Engill eins og Gústa segir alltaf.

Nafnlaus sagði...

Fallega skrifað Inga mín. Eigum margar fallegar minningar um hann.
knús
Ólöf

brynjalilla sagði...

kram

Nafnlaus sagði...

knús á þig.

Nafnlaus sagði...

fallega skrifað Inga mín og fallega hugsað falleg síða . kveðja Sigurrós

Nafnlaus sagði...

Ég man það bara lika eins og í gær. Vikar og Himmi voru að koma til Ólafsvíkur til Badda fjölskyldunar og hitta Jonna. Hann kom nokkuð áður í heimsókn í litla kotið mitt í Ólafsvík sem ég átti og horfðum á bíó og ég að monta mig af nýa Breiðtjalds sjónvarpinu. Ég á einverstaðar vídeó af Himma og Jonna að landa í Ólafsvík og hef ætlað að gera smá minningar vídeó. Blessuð sé minning hans.
Falleg síða Inga
Heiðar Badda

Nafnlaus sagði...

Hæ.. þú þekkir mig ekki og ég ekki þig. en ég er systir hanns Himma og datt yfir þetta á netinu og vildi bara segja að mér fannst svo fallegt að lesa þetta og sjá hvað mörgum þótti vænt um hann.
Ég þekkti hann voða lítið sjálf, (var bara 8 þegar hann dó) en það er alltaf skemmtilegt að heyra meira um hann. =)
Flott síða hjá þér.
Kv, Sigrún B Reynis

Nafnlaus sagði...

Við Himmi vorum saman á Hlíðardalsskóla í 2. bekk, veturinn1975. Góður drengur.