fimmtudagur, 4. desember 2008

Fullir staukar af kökum...

Þá eru nú allir staukar í húsinu orðnir fullir af gómsætum smákökum. Ætla aldrei að nenna að byrja á þessu. Einhvernveginn hrís alltaf hugur við þessu en svo þegar ég byrja þá er þetta svo gaman. Meira að segja húsbóndinn á heimilinu tók þátt í þessu (málaði nokkrar piparkökur) Og verður það að teljast saga til næsta bæjar. Gerði smá breytingu á kókostoppunum að þessu sinni þar sem ég átti ekki vaniludropa í þá svo ég setti bara Baylis og eru þeir að sjálfsögðu tær snilld. Búin að prófa þá á öðrum en mér og slóu þeir í gegn svo að þetta er það sem koma skal. :=) Annars góður dagur í dag fór í mína síðustu járngjöf í bili og er ég orðin eins og mennskur nálapúði upp um alla handleggi eftir lækna og hjúkrunarfólk. Vonum að þetta geri eitthvað gagn eftir allt vesenið. Róleg helgi framundan en ætla þó í leikhús með Hindinni að sjá eittthvað jólaleikrit sem frumsýnt verður um helgina og jú erum við hjónin líka boðin á opnun Café-Volcano á laugardagskvöldið en það verður alkóhólfrítt það get ég sagt ykkur hér og nú. Ég óska ykkur góðrar helgar og megi jólaandinn bera ykkur um víðann völl fram að jólum og jafnvel lengur... Góða nótt. Ingibjörg Alkahólfría.

~~**~~


Gömlu kökustamparnir hennar ömmu Siggu koma sér vel...
Þarna eru kókos-baylis-topparnir mínir að bakast...

Um það bil að fara inn í ofn og ég voða spennt....


Ég hefði verið tekin í bakaríið ef ég hefði ekki bakað mömmukökur og er mikið fegin að vera búin með þær... Það er svo leiðinlegt að gera þær. En það verður allt vitlaust ef ég sleppi þeim.


komnar úr ofninum og á eftir að setja krem á milli....

Komnar í stamp og bíða eftir að verða borðaðar...


Hindin við piparkökumálun....


Ein niðursokkin....



ææ... Gripin við að sleikja á sér puttann....


gaman gaman....


Eitthvað af afrakstrinum....


Heimildarmynd af mjóa mínum við eldhússtörf....


Hvað skildi vera að fara í gegn um huga hans... Viss um að hann er að hugsa mér þegjandi þörfina...:=)
~~**~~

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

MMMMMMMMMMMMMMMMMM. Er farin að hlakka til að koma í kaffi til þín, treysti á að maður fái að smakka öll herlegheitin, mmmm baylies trúi því að það sé gott, örugglega gott að drekka það með líka múhahahahaha. Knús í efri byggð þangað til ég kem aftur úr fjörinu.
Þín Anna Lilja
p.s. Ég er með mann á vakt alla helgina sem vaktar stóra tréð thíhíhíhí

Nafnlaus sagði...

Æ Æ Æ Allt svo fallegt hjá þér flottasta og bestasta frænka (að öðrum ólöstuðum).Þetta er kanski ekki rétta leiðin til að sega þér að Sandra var að TRÚLOFA sig um síðustu helgi Knús og kossar Sigga fræ í Hveró

Synnøve. sagði...

Hej mitt i natten.
Så nu är julbaket klart hos dig.
Ser gott ut.
Vilka härliga kakor.
Kokostoppar gör du med. De är så goda.
Vilka läckra pepparkakor.
Så fina de blir när du målat dom.
Ska baka här i veckan.
Ha det nu så gott.
Kramen Synne.

brynjalilla sagði...

vá amminamminamm, ég elska mömmukossa, og pipakökurnar eru bestar með glassúr og ekki er verra þegar þær eru svona fallegar líka, nautn fyrir augu, munn og maga, slurp

Goa sagði...

Gott og fallegt!

Klemmmmmma...

Sigga sagði...

Æ hvað þið eruð jólaleg öll saman. Eins og klippt úr Disney mynd.

Klukkan er 02:00 aðfaranótt laugardags og ég var að koma heim úr afmæli og varð bara að sjá ykkur aðeins.

Góða nótt.

Knús sys

syrrý sagði...

Vá hvað þú ert alltaf dugleg kona. Flottar kökur. er hægt að leggja inn pöntun?

Nafnlaus sagði...

Myndarskapurinn í þér mín kæra, kom mér nú ekki á óvar, en ég öfunda þig af þessum kökubaukum, tær snild.
Ljúfust það er æðislegt hjá þér segi það en og aftur.
Ljós og kærleik til Eyja
Millainisess

Nafnlaus sagði...

Jólalegt og flott hjá þér...dáist af því hvað Gísli er hlýðin að mála piparkökur. Hlýtur að vera geggjað að vinna í nýja eldhúsinu.
knus
ólöf