sunnudagur, 7. desember 2008

Rólegt og notaleg....

Dásamleg helgi að líða undir lok. Rólegt, Jólalegt og jú það snjóaði einn dag í þokkabót svo að maður fékk jólaandann beint í æð. Sem betur fer var það nú ekki mikið sem snjóaði og var hann svo allur farinn daginn eftir. Ef þið hafið aldrei heyrt það áður að þá líkar mér ekki við snjóinn!! Finnst hann fínn á myndum og þess háttar. Enda sagði pabbi alltaf við mig hér í denn, Þú hlýtur að hafa verið forrík í fyrra lífi og búandi á Flórida... Ég held hann hafi rétt fyrir sér. Ég bæði ÞOLI ekki þegar ég á ekki pening (hver þolir það?) og þoli ekki að vera kalt og ÞOLI ekki snjó. Ásæðan segi ég, fyrir þessu snjóóþoli sé að maður var alltaf fenntur í kaf upp fyrir eyru þegar ég var barn. Held ég hafi bara fengið nóg af því þarna á austurhorni Íslands. Til að vera nær fjölskyldunni þegar ég fullorðnaðist var betra að flytja til Vestmannaeyja þar sem sjaldan snjóar en til Florida. En semsgat þá fórum ég og Annika vinkona í bæjarferð í gær með stelpurnar okkar. ( erum að reyna að ala þær upp í kaupskapinn sem eltir okkur)
Fórum síðan á nýja kaffihúsið Café volcano sem er algjört æði og fengum okkur heitt súkkulaði og vöfflur. Í gærkvöldi átti ég svo að fara með honum mjóa mínum á opnunina á þessu góða kaffihúsi en nennti því ómögulega. Fór frekar í heitt og gott bað og lagðist svo fyrir framan sjónvarpið með jólaljósin og kerti út um allt og kveikt upp í kamínunni. Það var dásamlegt. Eigið góða og gæfuríka viku í vændum og enn styttist í hátíð ljóss og friðar og ég hlakka til. Inga jólamús...

~~**~~

Svona var nú fallegt um að lítast á föstudagsmorguninn...
kveikt var á kertum út um allt hús í gærkvöldi

horft á jólaskreytingarnar...

komið greni út um allt hús með góðri lykt......

vafðir grenikransar og hengdir hist og her....
Nokkrum gjöfum pakkað inn.....

legið svo fyrir framan kaminuna og haft það verulega gott....

~~**~~

6 ummæli:

Sigga sagði...

Mmmm huggó hjá þér systir sæl.

Knús og kyss, your sys

syrrý sagði...

Rosa jólalegt hjá þér. Æði að hafa kamínu, langar svo í eina.

Nafnlaus sagði...

En huggó
Knús Sigga fræ

Gusta sagði...

rosalega er kósý hjá þér glæsilegt

brynjalilla sagði...

andvarp, svo notalegt

Synnøve. sagði...

HEj på dig.
Så nu har ni fått lite snö ser jag.
Härlgt. Hoppas den får ligga kvar nu då.
Jlbaket är i full gång hos dig med.
Har inte börjat än. Blir lussekatter och pepparkakor snart.
Är trött och har lite ångest just nu.
Ska till tandläkarn idag. Har tandläkarskräck...
Men det går nog bra får vi hoppas.
Ha nu en fin tisdag.
Knus Synne.