þriðjudagur, 16. desember 2008

Heimkoma....heil á húfi...

~~**~~
Mágkona mín og ég....
~~**~~
Góða kveldið!!!


Þá er ég nú loksins komin heim í heiðardalinn... Ferðin byrjaði vel og var gott að fara með herra Gubbólfi og svaf ég allan tímann sem var eins gott því að ég komst að því eftir á að hann hafði verið 4 klst. á leiðinni og verið vélarvana í hálfa klst... Eins gott ég vissi það ekki því annars hefði ég beðið úti á þilfari umvafin björgunnarvesti og hring tilbúin að stökkva. En þetta fór allt saman vel. Ég fór beint að hitta litla frændann minn sem er algjör gullmoli alveg að verða 7 mánaða. Ég hafði ýmislegt fyir stafni í borg ótta og myrkurs s.s. klára að kaupa jólagjafir sem var eins og venjulega erfitt að finna handa börnunum mínum en það var það eina sem var eftir. Gat þó klárað það og var mikið fegin. Við fórum svo systkinin og áhangendur út að borða á Caruso sem var rosa gott og gaman. Hjá læknunum var ekki eins gaman daginn eftir því ég var annað hvort að fá dælt í mig bætiefnum eða tæmd af blóði svo ég er eins og útsaumað koddaver bæði á rassinum og á handlegg.:=) En þetta er allt til bóta og það er það sem gildir. Í næsta bloggi verður svo myndasýning frá stórkostlegu jólaheimili Siggu fræ í Hveró ( Útleggst Sigga frænka í Hveragerði.) En hún er föndurkona mikil og allt sem hún hefur föndrað sem minnir á jólin er hreint stórkostlegt. En jæja ég er með hálfgerða sjóriðu eftir heimferðina sem var ekki eins góð og upp á land ferðin... En ég er þó hér heil á húfi og tilbúin í jólin. Heyrumst sem fyrst aftur. Góða nótt.


~~**~~


Langflottasti Friðrikin í heiminum....



Dúllumús....


Með pabba sínum sem hann hreinlegar dýrkar....



Þau hjónin út að borða á Caruso...



Sonur minn trommarinn og bróðir minn....



Maturinn minn sem var tagliatelle með kjúkling of sveppum...



Pissuafgangar hjá þeim hjónum....

6 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hej och välkommen hem igen.
Hoppas det var gott att vara i Reykjavik några dagar.
Skulle gärna vara där själv några dagar.
Såg gott ut med pizzan. Men tagliatellen och kycklingen såg bättre ut tycker jag.
Blir ju hungrig här mitt i natten.
Önskar dig en fin onsdag nu när du vaknar vännen.
Kramen Synne.

brynjalilla sagði...

Mikið er þetta fallegur rauðhærður strákur, vona að rassinn sé betri, jólakveðja.

ps; rómó nýja lúkkið á síðunni

Sigga sagði...

Kvitt, sys

Goa sagði...

Jesús minn hvað hann er sætur þetta litla skott!!!

Og hvað þú ert MJÓ og SÆT!!!

Lots of love...

Berglind sagði...

Hann er alveg eins og þið systkinin þessi snúlli, þið eruð nefninlega öll eins;) allavega þegar þið voruð lítil.knús og kossar.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir komuna besta frænka
Knús Sigga fræ í Hveró