laugardagur, 13. desember 2008

ADJÖ...

Með þessari fallegu mynd sem ég tók áðan af húsinu mínu í sínu fínasta jólapússi kveð ég ykkur að sinni og ætla að skreppa í borg óttans þó mér sé það þvert um geð. Er ekki svo mikill langförull á þessum tíma árs. En stundum neyðist maður og þá er bara að bíta á jaxlinn og æla ofurlítið í leiðinni...:=) Ég verð í sambandi við ykkur eftir helgi einhverntímann og segi ykkur þá frá jóladýrðinni úr höfuðborginni okkar sem er öll í kreppu. En ég læt það ekkert á mig fá. Vonandi næ ég að hitta eitthvað af mínum vinum í leiðinni. En við verðum að sjá til með það. Eigið góða helgi elskurnar og guð veri með ykkur... allavega þangað til ég kem til baka þá skal ég taka við af honum... :=) Ingibjörg og almættið.

~~**~~
Þetta er nú voða jólalegt eða hvað????
~~**~~

4 ummæli:

Synnøve. sagði...

Godmorgon på dig denna lucia dag.
Nu har jag läst och läst men förstår inte ett dugg.
Så nu trenger jag hjälp.
Kram på dig vänaste Inga.
Ynne.

Nafnlaus sagði...

Vonandi fæ ég að sjá þig mín kæra frænka.Sigga fræ :)

Goa sagði...

Þetta er bara mjöööög flott!
Býrð þú með jólasveininum..?!

Takk fyrir gjöfina elsku besta Ingan mín!
Ég er svo ánægð!!!
Já, ekki hélstu að ég myndi bíða til 26..?!?!?
Og kökurnar hans Tóta..mmmm! Ég sagði honm að þær hefðu verið góðar..:)


Neeeei...ég smakkaði BARA eina!

Puss,kelmma og kram til ykkar allra...

Hér finnurðu snjóinn...
http://www.bloggerbuster.com/

Nafnlaus sagði...

Flott jólahúsið þitt, en hvar er lestin????
knus
Ólöf