sunnudagur, 21. desember 2008

komin í jólafrí...:=)

~~**~~

Góðann daginn!!
mmmm.... Ég er komin í jólafrí. Hvað það er indælt get ég varla lýst. Litlu jólin voru einmitt núna síðasta daginn og var mikið um dýrðir í skólanum. 5. bekkur sýndi helgileik og svo var dansað í kringum jólatré og svo fór hver bekkur í sína stofu og borðaði nammi og smákökur og hlustaði á jólasögu. Einnig voru tekið upp jólakortin og lesin og síðast en ekki síst þá knúsuðust allir gleðileg jól með þökk fyrir góða og skemmtilega önn. Annars var helgin góð á heimilinu ég fór varla út úr dyrunum en í staðinn bakaði ég 3 smákökusortir og lagtertur hvíta og brúna. Jú ég er að reyna að vera extra myndaleg fyrir hana mömmu mína sem kemur ásamt gamla manninum í dag og ætla að eyða jólunum með okkur. Það verður gott og gaman. Ég þarf einmitt að fara að haska mér til að klára að þrífa áður en þau koma. Ég nefnilega heyrði í mömmu í gærkvöldi og hún sagði : vertu nú ekkert að þrífa áður en við komum ég skal bara gera það þegar ég kem.... Þetta er svo líkt henni móður minni :=) En nei ég geri þetta sjálf og hún SKAL læra að slappa einhverntímann af og hana nú.
Nú er ég farin í bili og bið að heilsa. Kv INGA og undirbúningurinn.


~~**~~



Langar að tileinka þessa mynd tveimur heiðurskonum sem létust í vikunni. En það voru Guðrún mamma hennar Lilju vinkonu okkar. og Hún Begga mamma Heimis vinar okkar. Megi englar gefa ykkur styrk til að takast á við' sorgina kæru vinir.

Á jólaballinu á litlujólunum....


Margrét og Hind í 4 S.J

~~**~~


Hind við jólatréð...


Ég og Elfar Franz í 4.K.M.



Ég og Elfar Man.U aðdáendur...



Krakkarnir í 4.K.M...Mínum bekk


svo stillt og prúð...

eða upptekin af nammiátinu kannska frekar....:=)


Yfirvaldið Kolbrún Matt....

Sonur hennar litli hann Bogi MAtt fékk að koma með á litlu jólin. Hann er algjör prakkari...


Þeir félagarnir Frans, Bogi og Jón Þór....
~~**~~

3 ummæli:

Sigga sagði...

Það lá við að ég bæði mömmu að þrífa hjá mér þegar hún kom að kveðja áðan :)

Herumst sys

Synnøve. sagði...

God förjulsmåndag min vän.
Ser att det varit på skolavslutning.
Härliga bilder.
Ha nu en fin måndag min goaste vän.
Kram Synne.

Nafnlaus sagði...

Mamma þín gæti komið við hjá mér og tekið smá skrúbb
Knús Sigga fræ í Hveró