þriðjudagur, 2. desember 2008

Meiri jól. og jólakveðja til Þóris...:=)

Gott kvöld!!
Já það er orðið jólalegt um að lítast nú í hverju horni... Fékk þessar skemmtilegu myndir frá Siggu fræ í Hveró af hinu svokallaða ættarborði og er það komið í jólabúning. Ef ég þekki Frænku mína rétt þá er búið að koma fyrir öllum jólafígúrunum á sinn stað og það er ekkert smáræði. Fígúrurnar hefur hún föndrað sjálf og það getur meira en vel verið að ef mér tekst að koma við hjá henni þegar ég þarf upp á land nú um miðjan mánuð þá tek ég myndir af þeim og verð með sérstakt Siggublogg með myndum af þeim.
~~**~~
En ég er semsagt ennþá að skreyta á milli þess sem ég er full um hverja helgi. Jú jú þetta var helgi númer 3 í röðinni og er þetta nú alveg orðið ágætt. Um að gera að fara að koma sér í hátíðarskapið og hætta þessu kenderíi. Annars er allt í góðu og erum við hér á heimilinu farin að hlakka til að fá gamla settið í heimsókn og trommarann heim í heiðardalinn. Er byrjuð að baka líka svo að í nógu er að snúast. verð með myndasýningu um smákökubaksturinn á allra næstu dögum. Góða nótt og dreymi ykkur vel...

~~**~~



Þetta er semsagt ættarborðið í jólabúningnum... Alveg yndislegt með síasveinunum síkátu...
~~**~~


Luktirnar mínar skarta sínu fegursta á hverju kvöldi núna....


Spreyjaði þessa hríslu og hengdi seríu á hana og jólakúlur... Stal þessari hugmynd frá vinkonu minni henni Önnu Lilju. Þó að hennar séu miklu flottari og stærri er ég sátt þangað til ég er búin að fara í skjóli nætur og saga hennar stærstu hríslu sem er í garðinum hjá henni og spreyja hana og skreyta...


Gerði þessi hjörtu fyrir jólin í fyrra. Þau voru reyndar uppi allt árið þar sem mér fannst þau ekkert jólaleg...


Saumaði þessa sokka hér um kvöldið í æðiskasti yfir að finnast ég ekkert búin að föndra fyrir þessi jól.. Þessi er minnstur...


Þessi er miðstærð....

Og þessi er stærstur...


Og þarna eru þeir saman komnir á kamínunni....Bara ánægð með þá...


Séð upp í stofu....


The other side...


Búið að tendra bál í húsinu öllu :=)
~~**~~
Var beðin að koma þessari kveðju á framfæri Til Þóris í Svíþjóð... Hér með skila ég henni... Thí hí

Oddný systir þín Þórir minn ef þú skildir ekki þekkja hana...

7 ummæli:

Goa sagði...

hahahaha...þetta verð ég að sþyna honum..;) Bara gaman!

Flott hjá þér Inga...sokkarnir æði!
nú þarf ég ekkert að senda þér sokk...sendi þér bara smokk í staðinn...*thi,hi*
Og svo sendir þú mér smákökur..."ha"?!? "HA"..?!?
Allavega til Þóris af því systir hans er svo vond við hann...:)

Knús og kossar í jólalandið...

Goa sagði...

já, ég gleymdi...
orðin svo sþvkalega smámælt. En þú sást það nú á sþýna honum..;)
Klemma aftur...

Nafnlaus sagði...

Flottir sokkar :)
Styð hugmyndina um Siggublogg.
Kv Guðbjörg vinkona Siggu fræ í Hveró

Sigga sagði...

Sokkarnir sjúkir og ættarborðið æðislegt.

Knús sys

brynjalilla sagði...

Flott stofan þín, hey ég er líka eins og þú, ekki fræðilegur möguleiki að ég geti drukkið né borðað af bláu leirtaui, blár er ekki litur matar né drykkjar, nema kannski einhvers unaðslegs kokteils sem tónar sérlega vel við bláan

Synnøve. sagði...

Nu har vi jul, här i vårt hus. Julen är kommen hopptrallala...
Det er en svensk julesang.
Passer godt in på deg.
Håper det er bra med deg vennen.
Klems Synne.

Goa sagði...

Bara að tékka hvernig gengur með piparkökurnar..:=)

Koss og klemma...