miðvikudagur, 29. október 2008

Smá svona jólafýlingur

Já sæll.... Eigum við að ræða þetta eitthvað??




~~**~~

Það er gjörsamlega ekkert að frétta nema að helgin leiðir eldhúsuppbyggingu undir lok.... Og vonandi get ég sýnt ykkur hvernig til tókst með almennilegum myndum eftir helgi.

Ég er að hugsa um að skella mér á Sálarball á laugardagskvöldið svo að lítið verður sjálfsagt gert á sunnudaginn v/ veðurs... he he. Vonandi verður eins gaman hjá ykkur og það verður hjá mér... Gangið bara hægt um gleðidyrnar. Mér tekst nú ekki svo vel að komast klakklaust í gegnum þær oft á tíðum. En við sjáum hvað setur og hvernig það allt gengur.

Er komin í smá jólafýling... Jú það er satt!! svo að ég ætla að gefa ykkur þessa dásamlegu uppskrift í jólagjöf og þið getið þá testað hana fyrir jól til að smakka... G'oðar stundir Ingibjörg á eyrnasneplunum...:=)


~~**~~


Andabringur með bláberjaívafi...



~~**~~


~~**~~

2 andabringur 300 grömm hver


Salt og pipar


1 skarlottulaukur


1 1/2 matskeið olía


3 desilítrar kjúklingasoð eða kraftur


75 grömm bláber


2 teskeiðar eplasulta


1 teskeið balsamikedik


Salt og pipar


1 teskeið vatn


1 teskeið hveiti


Meðlæti/skraut


2-3 epli


50 grömm hakkaðar heslihnetur


20 grömm smjör


Aðferð fyrir Andabringa með bláberjum:


Ristið aðeins í skinnið á öndinni og kryddið með salti og pipar. Setjið bringurnar í smurða ofnskúffu. Brúnið í 20 mínútur við 225 gráður. Pakkið kjötinu í álpappír og látið það standa í 15-20 mínútur. Skerið kjötið í sneiðar.Saxið laukinn og snöggsteikið hann í olíu. Hellið soðinu í og látið þetta malla í 3-4 mínútur. Bætið bláberjum, sultu og ediki í og hrærið þetta vel saman. Látið þetta sjóða í 1 mínútu. Blandið hveitinu í vatn og hrærið því útí sósuna. Smakkið til með salti og pipar. Skerið eplin í báta og rúllið þeim uppúr hnetunum. Steikið þau gullin í smjörinu og berið fram með öndinni og sósunni.


~~**~~

10 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hej goaste du.
Ser att köket är klart nu.
Läckert säger jag bara.

Maten blev jag sugen på måste jag säga. Andbröst med blåbär...
Mums...
Ska snart köpa glögg på systembolaget med blåbär och kryddnejlika.
Har du druckit glögg?
Ser ut som tomten på bilden fått för mycket av det ialla fall :D
Ha det så gott nu vännen.
Kramen mig.
Synne.

Nafnlaus sagði...

Kvitt kvitt frá paradísinni Madeira.
Skál fyrir okkur.
Ágústa

Nafnlaus sagði...

Ekki er þetta "mjói maðurinn" þarna á efstu myndinni??????Bæ bæ Inga Hanna

brynjalilla sagði...

girnileg uppskrift, ég á meira að segja andabringur í frysti; en jólasveininn hahhahaa aumingja greyið, strákurinn minn sá myndina og þótti jóli lítið glæsilegur en oh jæja við bjóðum hann samt velkomin þegar þar að kemur.

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Elsku Inga
það er eitthvað við þig, ég er búin að vera hætt að reykja í 3 ar 7 janúar nk, (afmælisdagurinn hans Árna bróðurs) og mig langar til að reykja með þér!!
Fékk nú aldeilis góða sendingu áðan í kreppunni, pabbi sendi mér 2 læri, einn hrygg og fullt af fiski, því þrátt fyrir menntun og fyrri störf´, þá vinn ég eins og berserkur og fæ ekki borguð laun, nema í fríi á næsta ári, vei vei vei
alla vega, ég elda nú alltaf rjúpur á jólunum
og hef leikið jólasvein í Selvogsgrunninum hjá ömmu gömlu og fór alltaf i húsið beint á móti, þar sem kvensjúkdómalæknirinn minn bjó, og eitt sinn, þegar ég fór í skoðun til hans, opnaði ég mig og sagði "ég er búin að vera jólasveinninn ykkar sl 5 ár", þurfti ekki að borga, vei vei vei
löv jú,
og þú sem ert svo djúp lestu bloggið hjá Edengrand út frá mínu, þá skiptir allt annað ekki máli!
hvenær kemurðu til okkar Brynju og Gúu, helló,
skil ekki ennþá afhverju sumar konur blogga á þig á sænsku og norsku, og svo segistu ekki vera góð í sænsku
bið að heilsa Mr Johhnsen
löv Tobba

Nafnlaus sagði...

Sælar mín kæra.
Saknaði þess að fá þig ekki í heimsókn í dag.
Vonandi hittumst við á Sálinni ef við hjónin ákveðum að skella okkur, erum enn að skoða þetta allt saman.
En flott mynd af Gísla, var hann alveg sáttur við að þú myndir skella myndinni á síðuna hahahahahahaha.

Kær kveðja af Illó, þín Anna Lilja

Nafnlaus sagði...

hahaha Jóla hvað, um að gera að taka jólafílinginn á þetta, það er svo gaman, og svo er nóvember um helgina, og svo bara allt í einu, Jól, fólk er farið að smá svona ljósast aðeins hér, ekki leiðinlegt í myrkrinu á veturnar. Jóla knús

Sigga sagði...

Knus fra utlondum. Sys

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Knús frá mér til þín

Tobba tútta

Nafnlaus sagði...

Eg skil ekkert í þér að skilja hann Gísla eftir svona á sig kominn,bíð spennt eftir myndum af eldhúsinu.
Knús og kossar Sigga fræ í Hveró