miðvikudagur, 15. október 2008

Smá svona fréttir....


~~**~~

Já gott fólk það verður að viðurkennast þó mér sé það þvert um geð að þá er víst að koma vetur. Maður finnur hvernig hefur kólnað hægt og hægt og sérstaklega núna þegar er fullt tungl og heiðskýrt....bbrrrrr... Var að koma inn úr dyrunum frá því að fara út að borða með henni vinkonu minni og svo tókum við gardínurúnt í leiðinni. Thí hí já maður er nú búin að taka nokkra gardínurúntana um ævina. Gúa mannstu á Seyðis í denn?? og Sigga fræ í Hveró mannstu á Selfossi í denn?... Búin að komast að því að þa'ð er best að fara þegar er orðið skuggsýnt úti þá sér maður svo vel í gluggana hjá fólki... Úpps þarna kjaftaði ég af mér... Eða nei nei nefniði mér eina kerlingu sem ekki gerir þetta. Svo mér er slétt sama. Af fólkinu mínu er það að fétta er að trommarinn minn er ánægður í borg ótta og myrkurs... Hann er einmitt að fara að spila í Tónabúðinni á föstudagskvöldið með hljómsveitinni Foreign Monkeys á einhverskonar sideband-Airwaves. Gaman.. Hindin mín er að fara í samræmdu prófin á morgun og hin. Hún segist vera tilbúin í íslenskuprófið en hún hafi engan áhuga á þessari stærðfræði... Hún skilji hana hvort eð er ekki. Thí hí ég skil hana svo vel en etta er nú ekki alveg rétt hjá henni. Hún er mjög dugleg. Gamli mjói minn er að hverfa en sem betur fer sést hann aðeins ennþá svo að hann allavega getur klárað eldhúsið áður....Hann minnir mig orðið á upphrópunarmerki thí hí... nei nei smá húmor. En svona í lokin eru myndir til að ylja sér við þegar maður kemur heim eftir kulið úti og það er einmitt það sem ég er að gera núna með fullt af kertum og kveikt í kamínunni. Góða nótt my darlings. og sweet dreams.

~~**~~



notalegt að hafa kveikt á kertum og meira segja á baðherberginu...
Og frammi á gangi.....
Og í sjónvarpsholinu......
Og í stofunni....

~~**~~

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar mín kæra
Mikið er nú langt síðan mín droppaði inn í sopa, er nú bara farin að sakna þess. Þori ekki fyrir mitt litla líf að koma í efri byggð fyrr en allt er klappað og klárt.
Getur tekið rúnt framhjá mínu húsi eftir nokkra daga þegar nýju eldhúsgardínurnar verða tilbúnar, já ætla aðeins að breyta til. Geymi hinar allvega fram á sumar.
En vonandi hittumst við fljótt, er að fara í borg óttans um helgina, og auðvitað með frumburðinum í handboltaferðalag, hvað annað!
Hlýtt faðmlag í efribyggð frá mér.
Þín Anna Lilja

Synnøve. sagði...

Sæl Inga.
Så fina bilder du har idag.
Har inte kommit in till stan än.
Legat hemma i magsjuka....
Men måste snart häma min språkkurs.
Ha det bäst där du är.
Klemsen mig.
Synne.

Sigga sagði...

HLýlegar myndir.

Knús sys

Nafnlaus sagði...

Djísuss maður verður nú að fara að setja upp gardínur í sjónvarpsherbóið. Fyrst það eru svona spæjarar á gluggagægjum nei nei djók en gardínuefnið gerir ekkert gagn í þvottahúsinu svo mikið er víst.Bara þvælist fyrir!!


Vorum einmitt að dást að tunglinu gömlu hjónin þar sem við lágum í sjónvarpssófanum.
Fallegar kertamyndirnar!

Nafnlaus sagði...

Altaf jafn kósý og sætt hjá þér.
Það er orðið langt síðan það var tekinn gardínurúntur.Það bíður betri tíma, Knús Sigga fræ í Hveró

Nafnlaus sagði...

Hindin mín það er ætíð jafn hlýlegt að koma hér inn, það er allt svo sætt hjá þér nema náttúrlega eldhúsið, en það kemst mynd á það með tímanum.
Knús til þín ljúfust.
Milla