föstudagur, 17. október 2008

Svefngengill!!!

~~**~~
Þetta er helgin sem það allt á að gerast.
Fæ nett áfall ef ég fæ ekki eldhúsið mitt um helgina. Af mér er það að frétta að ég svaf ekkert síðustu nótt....Einhver fuc....pirringur í boddíinu á mér svo ég varð að ganga um gólf hálfa nóttina. Fór í Pollíönuleik þegar ég fór í vinnuna og hugsaði mér að það væri nú föstudagur og ég gæti bara lagt mig þegar ég kæmi heim í hádeginu....Ég sat hins vegar yfir samræmdum prófum í fjórða bekk allan morguninn og dó nokkrum sinnum úr syfju við það ,en hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar ég kæmi heim.Um rúmlega miðjan morgun mundi ég eftir því að ég ætti að fara í hárskveringu kl 13:00!!!! Ég var alveg að fara að grenja þegar ég uppgötvaði það. En jæja áfram með Pollíönuleikinn. Ég legg mig þá bara þegar ég er búin þar. Þar var ég búin um þrjúleitið þá þurfti ég auðvitað að fara í búð eins og góðri húsmóður sæmir. Frétti þar að það væri búið að rífa niður eldhúsið hjá Siggu vinkonu þar sem hún er að fá sér nýtt eldhús líka. Ég bara varð að kíkja á hana og híja á hana í leiðinni þar sem mitt er að verða tilbúið en hennar rétt að byrja. Ég hló mikið og mér leið svo vel... Hún var strax orðin pirruð á ástandinu og hennar innrétting var rifin niður í GÆR!!! HALLÓ!!!
En ég þekki hana hún er engu betri en ég svo að við verðum þjáningasystur í einhvern tíma. Ég semsagt kom hér heim þegar langt var liðið á daginn og sit hér núna eins og freðýsa og veit ekki hvert ég er að fara né hvaðan ég var að koma ég er svo syfjuð. En eitt veit ég þó að maður fer ekki að sofa kl 21:00 á föstudagskvöldum það gerir mann eitthvað svo gamlan. Svo uppi hangi ég enn og ætla að hanga enn um sinn annað hvort í tölvunni á vafri eða athuga hvort eitthvað er í tv þó ég búist nú ekki við því. Ég óska ykkur góðrar helgar og góðs nætursvefns. Ingibjörg í andarslitrunum.
~~**~~




Nýja hárið mitt smá svona fotosjoppað...

~~**~~

5 ummæli:

Gusta sagði...

ekki ætlar þú að skemma fína hárið þitt með því að fara snemma að sofa bara skella þér á djammið knús frá Hafnarfirði

Synnøve. sagði...

Godmorgon.
Så fin du var på håret. Vad har du gjort?
Knus Synne.

Nafnlaus sagði...

Victoria Beckham hvað,ferlega flott hár Kv,Sigga fræ

Nafnlaus sagði...

flott hár kæra pollýana kv kristjana

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Svaka sæt, veit reyndar ekki hvernig hárið á þér var fyrir nýju klippinguna.

kveðja Tobba nýja vinkona Góu sem ég bíð eftir að fá að hitta,
Hef by the way aldrei komið til eyja, ég og Þórarinn Eldjárn sem heldur aldrei hefur komið til eyja ætlum að fara þangað saman í ellinni.