föstudagur, 10. október 2008

Innlit í helgina...

Ég lofaði ykkur fyrir nokkru góðum og hollum rétti og hér kemur hann...
~~**~~

~~**~~

Fiskigratín.
Fyrir fjóra.
Undirbúningstími: 30 mínútur.

Bökunartími: 25 mínútur.

Má frysta.

400 gr rauðspretta, þorskur eða ýsa,

0,5 tsk saltpipar eftir smekk

1 laukur

1 feitur hvítlaukur

1 msk rapsolía

hálf dós hakkaðir tómatar

0,5 tsk oregano

0,5 tsk basilikum

Hvít sósa:

2 dl léttmjólk

l,5 msk hveiti

hálfur fiskikraftsteningur

l dl rifin ostur l7%.

Aðferð:

~~**~~
Hitið ofninn í 225 gráður.Fiskurinn lagður í ofnfast fat og salti og pipar stráð yfir. Laukur og hvítlaukur flysjaðir og hakkaðir eða smátt skornir. Léttsteiktir í olíunni, tómötum bætt út í og kryddi, þetta er látið malla í um l0 mínútur.Hveiti og kaldri mjólk er þeytt saman, fiskteningurinn settur saman við og suðan látin koma upp, soðiðÍ nokkrar mínútur.Tómatsósan sett yfir fiskinn og hvíta sósan þar yfir. Rifnum osti er að lokum stráð yfir og fiskurinn er bakaður í um 25 mínútur.Borið fram með soðnum hrísgrjónum og hrásalati .


Mjög hollur og hitaeiningarsnauður réttur.


~~**~~

Smá svona fyrir helgina. Ég er að fá helvítis borðplötuna í næstu viku og þar með líkur vonadi mínum viðskiptum við skítafyrirtækið Íkea... Afsakið orðbragðið en ég beið t.d í 37 mínútur í dag í símanum bara til að spyrja þessara sígildu spurningar. " Hvað er að frétta af borðplötunni minni "

Annars ætla Knoll og Tott að reyna að klára allt sem viðkemur eldhúsinu mínum um helgina og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það ... eða allavega þangað tl annað kemur í ljós.Ég óska ykkur góðrar helgar og lýk hér yfirhrauni mínu með nýjustu myndunum af eldhúsinu mínu þar sem gefur á að líta flísarnar mína og partur af búrskápnum mínum. Ta ta.. INGIBJÖRG orðljóta.
~~**~~

4 ummæli:

Sigga sagði...

Fínt og hlakka til að sjá meira og vonandi loka myndir af elhúsverkum eftir helgi.

Knús sys

Synnøve. sagði...

Hoho på morgonkvisten.
Vilken god fiskgratäng.
Har skrivit av receptet. Får se om jag klarar att översätta det nu då.
Har du fått mail?
Kram till den goaste tjejen på Island.
Synne.

Goa sagði...

Sæl darlingin mín!
Og takk fyrir mailið!
Æ, ég varð svo glöð..:)

Gott að eldhúsið loksins er að verða klárt!
Pældí hvað fiskrétturinn verður ennþá betri í nýju eldhúsi...*gaman*!!!

Hafðu það best hjartað mitt og má það góða passa þig!
Kraaaaaam...

Nafnlaus sagði...

Kæra frænka,þetta lofar góðu hlakka til að sjá meira.Kús og kossar,
Sigga fræ í Hveró