mánudagur, 16. júní 2008

Dyrehavsbakken....

~~**~~

Komiði sæl öll sömul!!
Ég náði í rúma klukkustund af sól í morgun en nú er farið að rigna. Það var gott að liggja og gleyma sér aðeins og náði reyndar í smá lit í leiðinni. Þá á ég eftir að vera í svíaríki í 3 daga í viðbót og spáin er góð fyrir morgundaginn svo kannski maður geti náð í aðeins meiri lit áður en heim er haldið. Svo á miðvikudaginn ætla ég að tapa mér pínulítið í kaupskap inni í Lundi því það er nýtt KORTAT'IMABIL þá...:=) Hér fyrir neðan eru myndir sem voru teknar þegar við fórum yfir til Danmerkur í dyrehavsbakken og var það mikið gaman fyrir börnin.. En ég skemmti mér best yfir stærð matarskammtsins sem ég pantaði mér. Sem samanstóð af tveimur risasneiðum af flesksteik og allavega 11 stórum kartöflum fullt af rauðkáli fullt af asíum fullt af súrum gúrkum og tómötum og svo fékk hver sína skálina fulla af sósu. Thí hí mig langaði helst að biðja um doggybag en nennti ekki að flækjast með hann allan daginn..:=) EN jæja elskurnar ég læt heyra í mér þótt síðar verði.. Ha de så bra i dag vännen.. Hey INGA

~~**~~




á leið heim úr Bakken fengu þau 50 cm hátt tilraunaglas fullt af krapa...mmm
Í bollastellinu hringsnerust þau út um allt en fannst rosa gaman....

svolítið erfitt að ná óhreyfðri mynd þegar allt er á fullu....


víííí......



vííííi......


Og í loftbelgjunum varð engin lofthræddur nema ég náttúrulega og var þó eftir á jörðu niðri...:)



WWóóó....nei takk ekki fyrir hana mig en Hindin mín út að eyrum skríkti....


Leiðindatrúður að reyna að gera eitthvað sniðugt.....



mmmm....en er þetta ekki kannski aðeins of stórt....



en þau kláruðu þetta nú samt ekki... sem betur fer....


þykist vera í fílu.....


og hér líka.....


Stund milli stríða....



beðið eftir matnum.....


Börnin fengu kjúkling og franskar.....en við þau fullorðnu fleskesteak...og ég bilaðist úr hlátri þegar ég sá skammtinn sem hefði getað fætt heilann ættbálk í afríku...



Kolkrabbinn stendur alltaf fyrir sínu meira að segja ég fór í hann í skólaferðalaginu árið 1981...thí hí hvað er eiginlega langt síðan??? ojjj



vííííí´.........




Kappaksturbílabraut rosa stór... næstum eins stór og ég fékk í jólagjöf....:=)



Beðið eftir að komast í kappakstur...



wooo... hvað við hlökkum til....


Lagst í víking og farið í sjóstríð eins og sönnum víkingum sæmir....


~~**~~

7 ummæli:

Berglind sagði...

nei nei, ég öfunda ykkur ekkert, ég var þarna í dk á sama tíma í fyrra og verð að sama tíma að ári svo ég græt bara núna, hér rignir eldi og brennisteini svo maður er ekki viss hvar maður er en það lagast, bið að heilsa svíunum mínum .knús

Nafnlaus sagði...

Hæ svíaskvísur
ég held bara að Gúa sé skáld,
er eithvað sem hún getur ekki??????
Kæra frænka, hlakka til að
sjá ykkur, Sigga fræ í Hveró

Gusta sagði...

oh það er alltaf gaman í tivoli eða bakken klikkar ekki kveðjur úr sólinni í Hafnarfirði

Nafnlaus sagði...

Sælar mín kæra.
Sit hér með molunum mínum Tómasi og Eyþóri og þeir eru alveg sjúkir þegar þeir sjá tækin, en mamman ekki eins spennt thíhí.
Greinilegt að það er búið að vera yndislegt hjá þér.
Virkilega gaman að skoða allar myndirnar, allt í kringum Gúu og fjjölskyldu eins og í öllum flottu tímaritunum, ekkert smá fallegt og flott allt sem þú hefur sýnt frá
þeim. Verð á skaganum væntanlega í skítaroki og rigningu um helgina en svo sjáumst við hressar og kátar eftir helgi og ég hlakka mikið til.
Sammála því sem Þórey sagði, kem með þér næst til Gúu hahahahaha.
Kær kveðja til ykkar í sólina frá mér í rigningunni og kuldanum
Þín Anna Lilja

syrrý sagði...

Oh þoli ekki svona tæki, en allt í lagi að horfa á aðra skemmta sér í þeim. Vil vera á jörðinni, svo ég skil þig vel Inga. Rok hvað, já hér var sól, rok og smá rigning í dag EN núna kl. 2 eftir miðnætti er þetta líka frábæra íslenska sumarveður og ekki ský á himni, og blanka logn,gjeggjað. En mín á leiðinni austur á morgun í að mér skilst 8c°.
kveðja úr sveitinni.
( Sammála Önnu Lilju með húsið hennar Gúu, mega flott)

syrrý sagði...

Vá var að skoða laga listann þinn og við höfum soldið mikið sama tónlistarsmekk.Er að hlusta soldið á Vaya con dios reyndar. Frábær lög hjá þér:-)

Synnøve. sagði...

Ser ut som ni haft en trevlig tur till Dyrehavsbakken.
Jag är så feg så jag åker INTE några som helst saker på nöjesfält.
Hoppas du fann nya kläder nu då...
Kramen Synne :D