mánudagur, 30. júní 2008

Sumarsólsetur á Heimaey...

~~**~~
Gott kvöld...
Þessari skemmtilegu helgi er þá lokið og getur maður farið að undirbúa sig fyrir næstu helgi sem er goslokahelgin og 35 ár síðan gaus hér á Heimaey.
Byrjaði daginn á að taka húsið mitt í gegn eftir gestkomuna og viðra út. Ekki fyrir það að gestirnir mínir hafi gengið svona illa um, ég bara nenni aldrei að gera nein húsverk á meðan ég er með gesti svo ég fæ að kenna á því þegar þeir eru farnir:=) Fór síðan í 2 heimsóknir í dag og hitti vini mína, Kom síðan heim og eldaði ofan í fjölskylduna. Allir búnir að borða fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór 1-0 fyrir Spáni sem var ekkert leiðinlegt. Semsagt búið að slökkva á gasofninum hjá Þjóðverjum í þetta skipti. huhum maður segir kannski ekki svona en ég læt það flakka. Í kvöld tók svo fjölskyldan smárúnt og endaði svo á vídeoleigunni og var leigð dvd mynd fyrir alla fjölskylduna og horft á yfir poppi og pepsi max. Sannkölluð fjölskyldustemming á Fjólugötunni.... Svei mér þá ég sounda eins og MR. Ingalls í Húsinu á sléttunni.HAH HAH HAHAHA... En hvað mér fannst þetta fyndið. Þegar allir voru farnir að sofa nema húsmóðirnin á heimilinu settist hún út um miðnætti og tók myndirnar hér fyrir neðan. Guð hvað var stillt og fallegt veður og ekki skemmdi útsýnið frá húsinu okkar. Dásamlegt sumarsólsetur og rómantísk upplifun. Eigiði góða viku framundan og verið góð hvort við annað. Lífið er yndislegt og þá sérstaklega í góðu veðri á sumrin. Kveðja till ykkar frá mér . INGA á undursamlegum nótum.
~~**~~


~~**~~


6 ummæli:

Synnøve. sagði...

WOW! Vilka vackra bilder på solnedgången......
Är så trött nu för tiden så hjärnan är inte inkopplad....
Ska läsa igen vad du skrivit....
Har fått din mail.
Ska kolla upp änglarna.
Jättekramen från Norge.
Synne.

Nafnlaus sagði...

Hæ dúlla ég ætlaði bara að kvitta hjá þér,en svo sá ég þessar hrikaleg flottu myndir hjá þér,nú langar mínum manni að fara til eyja um gosloka helgi,en ég veit ekki hvað skal segja,en sólarniðurgangurinn er flottur,kús og kossar
sigga fræ í Hveró

Sigga sagði...

Fallegar myndir.
Knús sys

Gusta sagði...

hæhæ fallegar myndir á fallegu sumarkvöldi bestu kveðjur Guðsteina

Nafnlaus sagði...

mikið rosa ert þú með mergjað útsýni, þetta er ekkert smá rómó, og myndirnar vá, ekki sennilega oft sem næst svona stilli myndir þarna í rok eyjum, er annars ekki yfirleitt einhver vindur þarna hjá þér, risa knús á þig og þína

Nafnlaus sagði...

Ja, sennilega svo pad er