sunnudagur, 22. júní 2008

Endir og upphaf....

~~**~~
Góðan dag þennan guðdómlega sunnudag.
Veðrið í eyjum er með besta móti og veit maður varla hvernig maður á að taka því. Ekki svo algengt að það sé sól og logn 2 daga í röð:)... Ferðalagið okkar gekk ljómandi vel en við vorum báðar þreyttar þegar heim var komið. Frúin fékk nett sjokk yfir ryki og öðrum ófögnuði svo sem fjallgarði af þvotti. Einhvernvegin hvarlaði að mér að trommarinn og mjói maðurinn sem ég bý með hafi talið hvað þeir áttu margar brækur og hvað mörg pör af sokkum og sagt svo við sjálfa sig... jú jú þetta dugir alveg þangað til hún kemur. Ég fór semsagt á fullt að koma húsinu í lag og og þrífa eftir gluggaísetningu... sem by the way eru voða fínir þó ég hefði náttlega viljað skipta mér ofurlítið að. En það er ekki á allt kosið í þessari veröld svo ég verð bara að sætta mig við hlutina eins og þeir eru . Fór líka í gær og keypti mér fullt af sumarblómum og tróð þeim niður hingað og þangað svo ég er þokkalega sátt við útiplássið mitt en á þó eftir að reita fjallgarða af arfa úr einu beði og sjarmera fyrir mjóa mínum og fá hann til að slá ef hann kemur einhverntímann heim úr vinnunni. Við Hindin mín komum við hjá Ágústi bróður og gistum þar eina nótt áður en var haldið á leiðarenda með Gubbólfi Herjólfsyni en það var gott í sjóinn svo það var allt í fínu. Dúskur litli er svo vær og góður að það er leitun að öðru eins. Vakir svolítið yfir daginn og liggur þá bara í vöggunni sinni og skoðar heiminn. Hann er aðeins farin að brosa og auðvitað verðlaunaði hann uppáhalds frænku sína með fallegu brosi þegar hún kom með buxur, bol og skyrtu handa honum frá útlandinu. Fann enga tjaldhæla handa honum en það var það eina sem bróðir minn sagði að hann vantaði....:=) En elskurnar mínar ég er glöð að vera komin heim þó að dvölin hjá bestustu bestu Gúu minni og hennar fjölskyldu hafi verið dásamleg. Þá er alltaf gott að koma heim hvar sem maður hefur verið. Ég læt heyra frá mér innan tíðar og þá kannski hef ég nýjar myndir af gluggunum mínum og blómlegum garðinum mínum... Till next ADJÖ... Inga
~~**~~


setið við rómantískt ljós síðasta kvöldið.....
vafin inn í teppi og spjallað langt fram á kvöld....
og auðvitað fylgdist gamla konan gaumgæfilega með öllu....
Komið á Kastrup og látið líða úr sér með Latté og súkkulaði mola...mmmm.
Báðar vorum við með töskur og poka í handfarangri....

Hindin með jelly belly poka....
mmmm... hvað mér finnst þetta gott... nammigrís.
Lattéin minn rosa góður....
naut hans til hins ýtrasta.....


komið heim til Ágústar bróður og byrjað að mynda dúsk litla....
svo mikil dúllla....
og alltaf svo vær og góður....
En bestur þó með uppáhalds frænku sinni þó sé ekki eins mjúkt að kúra hjá henni og áður....:=)

~~**~~

7 ummæli:

Goa sagði...

Sætasti litli hnoðrinn...oh, hvað hann er æðislegur!!

Og takk fyrir lánið..;)

VIð heyrumst baby, en sjáumst...nei, trúlega ekki!!!

Kraaaaam...

Sigga sagði...

hæ bara að kvitta.
sys

Hanna sagði...

Velkomin á klakann Inga mín, gaman að lesa heimkomusöguna þína þú ert svo orðheppinn, hlakka til að hitta þig í Júlí í firðinum fagra.

Gusta sagði...

hæ bara stimpla mig inn sólarkveðjur Guðsteina

Synnøve. sagði...

Välkommen hem hehe.
Tack för din mail. Vi kan säkert lösa det på nått vis. Det kommer mail.
kramen synne :D

Nafnlaus sagði...

Hæ. svo sætur búskurinn hans Ágústar. Ég fæ kannski að heyra ferðasöguna hjá þér er við hittumst í firðinum fagra, var sjálf að koma úr frábærri ferð til Liverpool með Rauða krossinum.
kveðja
Helga

Fjóla Lind sagði...

Váá hvað þetta eru flottar myndir af ykkur öllum. Ég öfunda Vigdísi af öllu þessu nammi mmmmmm.
Dúskurinn alltaf jafn lítill og sætur. En hlakka til að sjá ykkur.