sunnudagur, 4. janúar 2009

Fyrsta helgi ársins....

~~**~~

....Fór í að reyna að taka sig saman í andlitinu og koma sér í gírinn fyrir fyrstu vinnuviku ársins.... Bæði gott og slæmt um það að segja. Hlakka til að hitta börnin mín og gera eitthvað af viti en hitt er svo annað að ég nenni ekki að vakna á morgnana. Hefur alltaf fundist það leiðinlegt... Sagði við mjóa minn að ég ætlaði bara að hætta að vinna og verða heimavinnandi húsmóðir og hafa það náðugt... sofa fram að hádegi , vakna og taka til, fara í búð og bíða svo spennt eftir að hann komi heim úr vinnu og gefa honum þá alla mína ást.... Hann var ekki sammála mér!!!!:=) Nei ég held maður yrði nú fljótt leiður á því. Ég nærist á því að vera innan um fólk og held ég yrði fljótt eins og grænmetisæta í útliti grá og gugginn ef ég hætti að hitta fólk. En lífsmottó mitt að gera allt fyrir alla mína vini og ættingja og halda sambandi við alla sem mér líkar við og þykir vænt um. Það gengur líka bara bærilega. Í gærkvöldi sátum við gamla settið og horfðum á dvd mynd. Þegar hún var búin þá leiddist mér og fór að taka þessar myndir... Akkúrat ekkert í þær varið en sjáið hvað kemur fyrir mig ef ég hitti ekki fólk þá fer ég að gera eitthvað svona svo að fólk heldur að ég sé ekki alveg í lagi. Jæja þetta var svona smá innlegg um mig og mína geðveiki sem mér fannst nauðsynlegt að deila með ykkur og koma út úr hausnum á mér. Ég bið svo bara að heilsa ykkur í bili. Ingibjörg hin stórundarlega.

~~**~~









Það er haf af hiachintum í hausnum á mér.....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú bara svona skemmtilega stórundarleg
Knús frá fræinu í Hveró

Sigga sagði...

Já í guðanna bænum farðu og hittu fólk og hættu að taka myndir af þessum Hiachintum.

Knús, sys

Gusta sagði...

sammála þær eru orðnar hálf lufsulegar hjá þér eins og þú ert að týnast ekkert orðið eftir af Ingu Fridda lengur nema kjafturinn sem betur fer hverfur hann ekkien hvernig er með Eyja fólkið er ekki farið að plana ÞORRABLÓT ? þið verðið að koma gaman að vera með ykkur knús frá Hafnarfirði