fimmtudagur, 29. janúar 2009

Svaðilför til Seyðisfjarðar....

Jæja þá ér maður nú komin niður á jörðina eftir frækilega og ævintýralega för austur á Seyðisfjörð.
Mikil tilhlökkun og spenna var í loftinu þegar lagt var af stað. Við vinkonurnar , Ég og Sigurrós lögðum í hann um 12 á hádegi. Spáin svosem ekkert sérstök en í góðu lagi samt. Autt var langleiðina og mikið hlegið og skrafað enda langt síðan við höfðum hittst og síðast þegar við fórum í langferð þá endaði það með að bíllinn var á hvolfi út í vegkanti. En nóg um það. Þegar við áttum ófarna um 100 km á Hornafjörð gerði þetta líka bálhvassa veðrið og viti menn allt í einu heyrði ég mikinn hvell og ég segi við Sigurrós: Hvað var þetta?? Hún leit við og horfði síðan á mig og segir: Inga það eru tvær rúður farnar í tætlur aftur í!!! Ég hélt hún væri að grínast. En þar sem ég er búin að fara í huglæga atferlismeðferð :=) þá var ég hin rólegasta og reyndi að halda bílnum á sínum stað á veginum þar til við komum að bóndabæ nokkrum. Þar bönkuðum við uppá og bóndinn reyndi sem mest hann mátti að hjálpa okkur og svo héldum við ferðinni áfram til Hornafjarðar þar sem við komum okkur á verkstæði þar sem gert var að sárum bílsins míns... Héldum síðan áfram ferðinni en komumst að því að ófært var vegna hálku yfir fjarðarheiði svo við ákváðum að heimsækja gamla vinkonu á Eskifirði sem skaut yfir okkur skjólshúsi fram á föstudagsmorgun. Um hádegi var svo brunað í fegursta fjörðinn við mikin fögnuð okkar sjálfra og auðvitað Seyðfirðinga allra sem vissu af komu okkar:=) Fljótlega var farið í ríkið og snurfusað sig því fyrir-þorrablóts-partýið var að byrja eftir nokkra klst. Mín hellti uppá sig fljótlega eftir kvöldmat en kvaddi snögglega líka partýið þar sem spennan var að fara með mig. En ég fékk fyrir vikið líka mjög góðan nætursvefn..... framhld....Þar til næst. Góðar stundir.


~~**~~


Mín kappklædd í rúðulausum bíl til Hornafjarðar...
Búið að gera að sárum elsku rauðs míns....

Hann var heppin í þetta skipti.....


Á verkstæðinu fengum við okkur banana og kaffi.....og hringdum í nákomna....


En á Föstudagskvöldinu var farið að kynda undir sér með guðaveigum....


Og skrafað við litlu systir....


... Drukkið smá rauðvín áður en haldið var í fyrir-þorrablóts-partýið... sem haldið var heima hjá Jóhönnu Páls á föstudagskvöldinu eins og fyrri ár....

~~**~~

7 ummæli:

Sigga sagði...

Gaman, gaman að hafa ykkur.
Aumingja rauður, en hann græddi nú dekk :)

Knús, sys

syrrý sagði...

hehe, Var einmitt að furða á því við Gustu afhverju í andsk... þið fóruð suðurleiðina austur og hvort þið höfðuð ekki sé veðurspánna. En gott að þetta hafðist á endanum.

Nafnlaus sagði...

MIKIÐ er ég fegin að sjá þig hér aftur.Það er mikið lagt á sig fyrir blót á Seyðis,en allt er gott sem endar vel Knús í hús frá Siggu fræ

Synnøve. sagði...

Hej på dig.
Vad i hela fridens namn har hänt med bilen?
jag kikade bara in för att se om du levde och det gjorde du.
Så nu säger jag god natt.
Upp och jobba i morgonbitti...
Kram Synne.

Nafnlaus sagði...

Hefði fengið áfall ef ég hefði verið í bílnum :)
Þú verður að fara að tékka á myndarvelinni þinni það er alltaf ský á myndunum þínum , eins og fólk séu englar kennski þekkir þú bara engla :)
Vona að þú rústir Gilla í 3 kg keppninni ;)

Kv.
Lilja Ólafs.

inga Heiddal sagði...

Jamm fattaði að það var skítuð linsan en thats been taken care of.. Hef engar áhyggjur af keppninni ér er alltaf skrefi framar eh hann mjói minn :=)

Nafnlaus sagði...

Hefði fengið taugaáfall ef ég hefði þegið farið...kannski sogastu út um gluggann og allt....

knús
Ólöf