föstudagur, 2. janúar 2009

2. jan og allt búið..:=(

Sælinú gott fólk!!
Ekki hafði ég nú meira vit en það á gamlaárskvöld að mér láðist eiginlega alveg að taka myndir nema þessar þrjár og svo þetta litla myndband. Ekki var nú skotið alveg eins mikilu og undanfarin ár hjá okkur en við verðum að kenna kreppunni um það og 40% hækkun á flugeldum. En það var semsagt mikið um dýrðir hjá okkur. við hittumst heima hjá okkur familíen eins og hún lagði sig eða um 25 manns og skutum upp saman og borðuðum og skáluðum og drukkum og spjölluðum... Mikið fjör og mikið gaman. Svo þegar ættmenninn voru farin til sinna heimkynna þá keyrði einkadræverinn minn mér í partý og beið þangað til ég hafði fengið nóg og vildi fara heim. Já það er nú munur að hafa bláedrú eiginmann sinn til að rúnta með sig út um allar trissur. Dagurinn í gær fór í að færa sig á milli sófa, fá sér að borða, sofna pínulítið aftur og og borða aðeins meira og færa sig í næsta sófa......Trommarinn minn er svo að fara til borgarinnar í dag
buhuu....æ hvað ég vildi að hann flytti bara aftur til mömmu sinnar.... Langar bara að hafa hann hér til að hafa auga með honum...:=) ( Hann yrði ekki glaður með að lesa þetta )En hvað um það maður ræður engu lengur meira að segja litla skottan er farin að hella sér yfir mig og skammast ef ekki er allt eins og það á að vera að hennar mati. Ég get ekki annað en sagt að ég sé glöð með að það sé föstudagur í dag þá notar maður helgina í að reyna að snúa sólahringnum við... Ég nefnilega sofnaði kl 7 í morgun en reif mig nú samt upp í hádeginu. Já var nú eitthvað andvaka en var líka að lesa svo fjári góða bók eftir hana Kristínu Marju Baldursdóttur sem heitir Hús úr húsi... Er líka nýbúin að lesa eftir hana: Karítas án titils og Óreiða á striga. Þær eru líka tær snilld mæli eindregið með þeim. Hún er snillingur í frásagnarlist þessi kona. Maður nærist gjörsamlega á orðum hennar. En nú er ég farin, ég er farin að röfla hérna sem full væri.... Já full segi ég. Það er þorrablót um næstu helgi og ég þarf að ákveða hvort ég fer ,svo er nú líka þrettándaball á föstudeginum svo ég get verið full alla næstu helgi ef ég kæri mig um en ég verð að vera dugleg í ræktinni og sundinu svo að ég sleppi kannski bara þessu öllu saman... Sjáum til. Bið að heilsa í bili og eigið góða helgi og rólega. Já eitt enn.... Guðsteina vinkona er fertug í dag.. gott á hana hahahaha... En til hamingju gamla geit og vertu velkomin á fimmtugsaldurinn hér er fínt að vera... grár fiðringur og allt, segja þeir sem best vita.... :=)~~**~~flott mynd á réttu augnabliki....
allir horfa hugfangnir á....


~~**~~


8 ummæli:

Sigga sagði...

Hæ sys

Já það er fyndið hvað mann hlakkar alltaf mikil til hátíðanna og svo er maður þeirri stund fegnastur þegar þær eru liðnar.

"Já ég vildað alla daga væru jóooól" stendur einhversstaðar, ætli maður yrði nú ekki leiður á því og þyrfti gott meira en göngútúr til að ná af sér herlegheitunum.

knús sys

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Elskan,þegar hlaða átti allar myndirnar sem teknar voru yfir hátíðirnar voru þær líka bara 3 hjá okkur, hins vegar tóku vinkonur mínar fleiri, hér voru Rússar og Islendingar að syngja Stál og hnífur kl 04.14 og borða heilu lærleggina af kalkúninum, með stuffingnum og alles.
"did you even make your own icecream" var sagt á ensku af rússa þegar tobleroneísinn var boðinn fram, kvöldið var gott og árinu fagnað eins og vera ber, Guð og góðar vættir fylgi þér og þínum
Tobba

Goa sagði...

Árið til þín elskan mín! Með gleði og góðum gírum..:)
Lots of love...

Nafnlaus sagði...

Sæl Elskan

Takk fyrir að kveðja okkur með sms-i í morgunsárið....ég var lengi að átta mig á því hvað klukkan hefði verið þegar þú skrifaðir þetta sms og ég hugsaði "humm ætli Inga hafi dottið í það líka í nótt....." en við förum nú ekki fyrr en á mánudagsmorgun, þannig að ég vona nú að sjá á þér rassgatið áður. Þú kemur kannski í rúllubrauð til mín á morgun.
Farðu nú að sofa á skikkanlegum tíma núna, væna mín.
Knús á þig.
ÞSÆ

Nafnlaus sagði...

Hæ...Mæli nú með að þú mætir á þrettándaballið..hefur bara gott af því...en Gleðilegt ár knúsa þig á mánudaginn í skólanum...síjú Inga Pinga...kv vala tala

Synnøve. sagði...

Hei beste Inga.
Nå skammer eg meg litt.
Har värt så dålig på å blogge i det siste.
Ikke värt på besök hos deg på noen dager.
Så koslige bilder du lagt ut.
Nå håper eg at allt er bra med deg og dine.
Ska skjerpe meg.
Klems Synne.

Nafnlaus sagði...

Sælar balldrottningin mín kæra.
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Það var nú aldeilis gott að maður lagði það á sig að labba í höllina í mígandi rigningu og kulda til að hitta þig thíhíhí.
Hlýtur að vera að þú hafir gefist upp á leiðinni í höllina eða farið með veggjum. Hlakka til að hitta þig, erum heima í dag ef þú ert á ferðinni. Kær kveðja þín vinkona sem lagði svo mikið á sig og sinn mann bara til að tjútta með tjellunni.
Anna Lilja

Gusta sagði...

þú ert æði Inga mín