sunnudagur, 11. janúar 2009

helgin....

~~**~~
Á laugardeginum...

ræddum heimsmálin yfir einu Irish coffie eftir að búið var að skera í trogin... Ólafía Hrönn hangandi í háfnum heima hjá Siggu þór...

~~**~~


Gott kvöld.. Þá er þessari helgi senn að ljúka. Best að reyna að koma sér snemma í háttinn og fá almennilegan svefn.Gafst upp á að reyna að horfa á sjónvarpið. það virðist engu máli skipta þó að maður sé með 100 rásir frá ýmsum löndum þá eru t.d sunnudagskvöldin greinilega spilakvöld fjölskyldna í allri evrópu og ekkert sjónvarpsgláp. Helgin var góð hún byrjaði með grímuballi og þrettándagleði á föstudagskvöldi sem tókst í alla staði vel. Á eftir var svo farið í mat til tengdó þar sem Kolla mása og hennar fjölsk. voru í eyjunum. Sumir fóru á dansleik með Vinum vors og blóma í Höllinni en aðrir fóru heim að sofa og þar á meðal ég. Á laugardeginum ákvað ég að skella mér á Þorrablót með vinahópnum svo að um eittleytið var farið að skera í trogin og var mikið gaman þar. Um kvöldið var svo mikið um dýrðir og skemmtileg skemmtiatriði þar sem Ólafía Hrönn fór á kostum. Ég lúin og þreytt kom heim rúmlega tvö og sofnaði hið snarasta og vaknaði svo hress og kát upp úr hádegi. Það var þó engum hamförum farið í einu eða neinu bara setið eða legið og lesið. Ætla að koma mér í hreyfingar og útivistargírinn í vikunni, klára líka að taka niður jólin. Allavega úti... Skilst að það sé frostspá upp á nokkrar° í vikunni .Ég bið að heilsa ykkur í bili og vona að þið eigið góða viku framundan. Kv INGA


~~**~~
Á föstudeginum...


Hindin mín var Highschool musical klappstýra....Þarna með Ingibjörgu Ýr frænku sinni...


Þessi ungi maður vann svo búningaverðlaunin sem Davíð Oddson seðlabankastjóri,,, algjör snilld...


Frá flugeldasýningu um kvöldið....
~~**~~
Á laugardeginum...


Verið að byrja að skera í trogin....mmmm.... þorramatur....
Ólafía Hrönn skemmtikraftur með meiru...

12 ummæli:

Goa sagði...

Ohhh, mig langar i svið og súrapunga og hákarl og allt!!! Mmmmm, svo gott!

Gott að þú áttir góða helgi..:)

Hjartansklemma...

inga Heiddal sagði...

þá er ekkret annað en að bregða sér á þorrablót á Seyðis...

Nafnlaus sagði...

Elsku besta Inga mín ætlar þú NOKKUÐ að fara austur á þorrablót(ég kemst nefnilega ekki)Knús úr Hveró Sigga fræ

Synnøve. sagði...

Hej Inga.
Har tappat greppet helt.
Hinner inte med, mår inte helt ok.
Behöver nog semester....
du har gjort så fint på bloggen.
Njuter av dina bilder. Men förstår inte allt du skriver.
Måste få tag i en kurs snart. Jag blir galen...
Får nog leta i sverige om det ska gå.
Här i Kongsvinger finns det inte en kurs...
Får annonsera kanske..

Ha det så bra nu min goa vän där långt ut i havet.
Hoppas inte stormen har tagit er.
Kramen Synne.

Gusta sagði...

Halló Hafnarfjörður elsku Inga komdu á þorrablót á Seyðó mig langar svo að hafa þig með mér á djammið svo væri ekki leiðinlegt að sjá fleiri eins og kannski Gúu ??????

inga Heiddal sagði...

Ég veit Gusta mín en ég á ekki von á að fara....

Sigga sagði...

Nú veit ég Inga fer í Hveragerði og þar bíður Sigga fræ í startholunum (hægt að skreppa til Kebblavíkur og pikka Gúu upp úr fluginu) og svo bara "skreppa" austur.

Málið dautt, see you all.

inga Heiddal sagði...

Hahahaha... You wish....

Nafnlaus sagði...

Þetta væri nú gaman
Sigga fræ

Goa sagði...

Hver kjaftaði..?!?
..;)

Gusta sagði...

þetta er rosalega flott hugmynd hjá siggu systir þinni með Hvergerðis ferðina Gúa þú kemur líka

Nafnlaus sagði...

Hæhæ skvísa það var geggjað gamana að hitta þig á Norðlendinga Þorrablótinu ;) Alltaf gaman að hitta þig ;)