þriðjudagur, 13. janúar 2009

í kjólinn fyrir næstu jólin...

~~**~~
Jæja þá eru jólin mín komin ofan í kassa og er ég mikið fegin að vera búin að þessu... Eins og er gaman að setja jólin upp þá finnst mér leiðinlegt að setja þau niður. Virðist í bili vera að vakna til lífsins og þykir mér það gott. Dreif mig í ræktina í dag og hamaðist þar í um eina klst. kom svo heim og þreif allt sem hægt var að þrífa og sit nú hér uppgefin en ánægð með tilveruna. Það byrjaði að snjóa hér eins og hjá vitfirðingum í gær og enn í dag. Fjandinn hafi það nú bara. En eins og alþjóð veit þá ÞOLI ÉG EKKI SNJÓ!!!!!!!! mér er skapi næst að flytja til Jamaíka. Og búa þar í strákofa. Tókumst í hendur í gærkvöldi ég og mjói minn upp á það hver væri á undan að missa 3 kíló. Er ekki alveg að nenna því en það er best að reyna, Gaman að stefna að einhverju í janúar. Glöðust af öllu var ég þegar ég fór á viktina eftir jól og áramót að ég hafði ekki bætt á mig einu grammi frá 15. des en þá fór ég síðast á viktina og fór svo núna á föstudaginn. Það er held ég að sé í fyrsta skipti í 30 ár sem ég bæti ekki á mig neinu á þessum tíma nema í fyrra þá léttist ég um 3 kíló . En það var kannski ekki að marka þá var ég búin að vera í þvílíku átaki fyrir Reykjalund. Fer einmitt þangað þann 19 febrúar og þá ætla ég að vera búin að safna mér smá vöðvum og léttast eitthvað smá í leiðinni. Annars er ég alveg að verða sátt við mig, vantar bara nokkur kíló sem ég setti markmiðið á og jú svo verður að strekkja hér og þar og sjúga hér og þar og skera hér og þar . En það er seinni tíma vandamál. Allavega ef öll fötin mín brynnu þá tæki engin eftir því að ég væri bara í skinninu mínu því það lítur út eins og krumpaður kjóll svona niður á mið læri... Hahahaha.... eða kannski smá ýkjur. En ég hef ekkert meira að röfla um í bili. Kveð að sinni. Inga í krumpaða kjólnum...

~~**~~

Eldhúsglugginn minn í dag eftir jólin...
Aðeins meira rómó ljós.......
Helv... híachintur í háum glösum......


Krúttlegar luktir sem Kolla mása gaf mér i eldhúsinnréttingagjöf.....Hilla í sjónvarpsholi....

~~**~~

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara krúttlegar myndir Ég er viss um að þú ert líka krútt í svona krumpukjól.
Knús úr Hveró Sigga fræ

Goa sagði...

Fínt og fallegt hjá þér! Og hvað þú ert dugleg...í fína kjólnum! Ekki allir sem æfa í kjól..;)

En þú...hvar er vitfjörður?! Er það fjörðurinn sem vitfirringarnir búa, eða er það fjörður hinna gáfuðu...heldurðu að það séu til bekkjaskífur þar...*thi,hi,hi*

Koss og klemma til þín hjartað mitt...

Goa sagði...

forgot...á þorrblót vil ég fara...vera þar alla daga..:)

inga Heiddal sagði...

Það er auðvitað Seyðisfjörður.... Þar sem snjóar mest Við erum vitfirringar frá Vitfirði... Hélt ég þyrfti nú ekki að útlista svona augljóst mál...:=)

Goa sagði...

OK! Hhélt að mesti snjórinn væri í Vestmannaeyjum! Hjúkk að það ekki var svo slæmt..:)

Kraaam...

Synnøve. sagði...

Hei Inga.
Så vackra bilder du lagt ut.
Börjar känna mig hemma hos dig numera.
Känns som man varit där på besök.
Hoppas att allt är bra.
Är snön kvar, eller har den försvunnit.
Du gillar inte snö, så kom hit. För här är den INTE....
Bara regn och blåst...

Ha nu en fin dag min vän.
Kram Synne.

Sigga sagði...

Hæ krumpukjóll.
Helv.. Hyacinturnar bara flottar þarna í eldhúsglugganum.
Til hamingju með að standa í stað á viktinni.

HVAR ER KJÓLLINN MINN !!

Vinkonur mínar verða mjög sárar ef ég mæti ekki í kjól frá Eyjum.

Knúsáðig, sys

brynjalilla sagði...

ég elska hýasintur, var að láta mig dreyma um að gróðursetja lauka á Íslandi næsta haust, er núna með nokkrar bláar í hvítum vasa á próflestraborðinu mínu, þær gefa mér orku og gleði.