~~**~~
Það er gjörsamlega ekkert að frétta nema að helgin leiðir eldhúsuppbyggingu undir lok.... Og vonandi get ég sýnt ykkur hvernig til tókst með almennilegum myndum eftir helgi.
Ég er að hugsa um að skella mér á Sálarball á laugardagskvöldið svo að lítið verður sjálfsagt gert á sunnudaginn v/ veðurs... he he. Vonandi verður eins gaman hjá ykkur og það verður hjá mér... Gangið bara hægt um gleðidyrnar. Mér tekst nú ekki svo vel að komast klakklaust í gegnum þær oft á tíðum. En við sjáum hvað setur og hvernig það allt gengur.
Er komin í smá jólafýling... Jú það er satt!! svo að ég ætla að gefa ykkur þessa dásamlegu uppskrift í jólagjöf og þið getið þá testað hana fyrir jól til að smakka... G'oðar stundir Ingibjörg á eyrnasneplunum...:=)
~~**~~
Andabringur með bláberjaívafi...
~~**~~
~~**~~
2 andabringur 300 grömm hver
Salt og pipar
1 skarlottulaukur
1 1/2 matskeið olía
3 desilítrar kjúklingasoð eða kraftur
75 grömm bláber
2 teskeiðar eplasulta
1 teskeið balsamikedik
Salt og pipar
1 teskeið vatn
1 teskeið hveiti
Meðlæti/skraut
2-3 epli
50 grömm hakkaðar heslihnetur
20 grömm smjör
Aðferð fyrir Andabringa með bláberjum:
Ristið aðeins í skinnið á öndinni og kryddið með salti og pipar. Setjið bringurnar í smurða ofnskúffu. Brúnið í 20 mínútur við 225 gráður. Pakkið kjötinu í álpappír og látið það standa í 15-20 mínútur. Skerið kjötið í sneiðar.Saxið laukinn og snöggsteikið hann í olíu. Hellið soðinu í og látið þetta malla í 3-4 mínútur. Bætið bláberjum, sultu og ediki í og hrærið þetta vel saman. Látið þetta sjóða í 1 mínútu. Blandið hveitinu í vatn og hrærið því útí sósuna. Smakkið til með salti og pipar. Skerið eplin í báta og rúllið þeim uppúr hnetunum. Steikið þau gullin í smjörinu og berið fram með öndinni og sósunni.
~~**~~