laugardagur, 3. mars 2012

Sýnishorn af listakonu!!!

Gott kvöld. Já maður gerir ýmislegt til að halda sér vakandi svona á laugardagskvöldi.... ákvað að taka smá Kollu mágkonu þema í kvöld og taka myndir af flottu mununum sem hún er að hanna. Ég á svolítið af þeim sem hún þó aðallega hefur gefið mér. Hún er með hreindýra og Hjartaráráttu en núna síðustu misseri hefur hún verið að gera Heimaey úr plexigleri sem er mjög flott og svo flott gjöf. Það má nota þann platta fyrir ostabakka eða sushi... En ég tými því ekki og er með minn upp á vegg í eldhúsinu. Hún gerir bæði stóra og litla í þremur litum. Rauðum, svörtum og hvítum... Tengdamamma á einn stóran sem er svartur og mig langar svo í svoleiðis... thí hí þá er ég búin að koma því til skila. Eins þessi flotti kertastjaki hér fyrir neðan af Hirtinum hann er æði og á Hindin mín hann eiginlega en ég passa hann þangað til hún flytur að heiman með hann. Einu sinni vann hún með smíðajárn og gerði hún þá margt flott t.d gaf hún Hind flottan borðlampa í skírnargjöf. Og svo fengum við mjói minn í jólagjöf æðislegan rúmteppastand sem ég þó nota í annan tilgang. Eins og er allavega... Eitt er ég ekki með mynd af þar sem það tilheyrir jólunum og hef gengið frá og það eru litlir hjartar,Hindar og hreindýrahausar úr plexigleri sem annað hvort má setja á jólatréð eða bara að láta hanga einhversstaðar. Þeir eru í rauðum borða og ég á 4 sem eru hvítir en hún gerði þá í fleiri litum!!
Ég læt þetta duga að sinni og hér fyrir neðan eru svo myndir af þessum flottu vörum hennar!!!
Eigið gott kvöld.
Inga Úfna!


Listakonan Kolla mágkona!


Flotti kerta- Hreinninn


Þessi er algjör gullmoli gerður úr þykkum vír. Frekar stór og hornin skaga fram eins og í þrívídd... En vont að sjá það á myndinni... Þessi er uppáhald hjá mér!!



Flotta Heimaey úr plexigleri ca 30 cm löng



Borðlampinn hennar Hindar og það sem er skemmtilegt við hann er að hann er með járnplatta sem grafið er í nafnið og dagurinn þegar hún var skírð en sést því miður illa á myndinni!



Rúmteppastandurinn flotti sem ég nota meira sem skógrind í svefnóinu og svona til punts!!


~~**~~







4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þetta er allt æðislegt.
Sammála þér að þessi úr vírnum er rosalega flottur !

Knús, syss

Nafnlaus sagði...

Rosalega er þetta flott, er hún að selja þetta, eða er þetta bara svona hobbý ? Alltaf gaman að sjá hvað sumir geta verið hugmyndarýkir :)
Knús úr Hveró :)

Nafnlaus sagði...

Vá það getur ekki átt að skrifa hugmyndarý(í)kur með Ý er það annars ? Sigga fræ

inga Heiddal sagði...

Hún hefur verið að selja þetta hér í verslun sem heitir Póley og jú eitthvað líka uppi á landi... Meira svona hobbý þessa dagana þar sem hún er í annari vinnu líka. En hún er mjög flink og hugmyndarík og er einmitt ekki að hræra í þessu sama og allir hinir!!!