miðvikudagur, 21. mars 2012

Önnur flott listakona

Sæli nú!!!
Ég velti því fyrir mér hvað er ljótt að skilja útundan og ákvað þess vegna að blogga um aðra mér nátengdri konu sem er svo mikill listamaður í sér, en á öðrum sviðum. Þar sem ég bloggaði um hana Kollu mágkonu mína síðast þá ákvað ég að blogga um hana Siggu bestustu frænku mína sem býr í Hveró og er hún föðursystir mín. Hún er svoooo mikil og flott saumakona og gerir svooo flottar brúður ja og tuskudúkkur og þá aðallega jólasveina og snjókalla. Það er hrein unun að koma til hennar fyrir jólin og langar manni helst að flytjast búferlum til hennar yfir þann tíma. Allt morandi í jólafígúrum af öllu tagi. En einnig hefur hún gert ýmislegt annað s.s þessi undur fallegu hjörtu sem eru hér fyrir neðan. En þau bjó hún úr gömlum borðdúkum frá mömmu sinni og þá ömmu minni væntanlega. Hún gaf mér þessi sem eru á myndunum hér fyrir neðan og eru þau í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði að hún skyldi gera þau og gefa mér og líka það að þau skuli vera úr gömlum dúkum frá mér svo hjartkærri ömmu. Ég á líka eftir hana nokkrar tuskudúkkur en þær eru allar komnar ofan í kassa þar sem þær tengjast jólunum en eiga sinn stað hér alltaf á hverju ári..;)... En í allt annað ég finn á mér að vorið er að koma. Lóan er komin, Tjaldurinn er kominn... já það liggur þessi lykt í loftinu. Er þá ekki komin tími til að fara að leggja land undir fót?? Þarf að skreppa upp á land í næstu viku og vona ég þá að það verði ánægjuleg ferðin með Mister Gubbólfi... Læt í mér heyra innan tíðar. Verið þið sæl að sinni!
Ingibjörg frá Antartiku.~~**~~


Sæta frænkan mín í Hveró!

Við á góðum degi hér í Eyjum 2010
Þessi er æði finnst hann svo flottur


Jólasveinki og jólasveinka


Snjókallarnir flæða um húsið í öllum gerðum og stærðum...


þetta er eldhúsglugginn hjá henni
Og þetta er bara sýnishorn af öllum fígúrunum.;)
~~**~~


Fallegu hjörtun

~~**~~


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að þú skulir gera mér þetta, elska þig samt <3
Knús úr hveró

Nafnlaus sagði...

Flinka fræði okkar !

Knús, syssin'ðín

Nafnlaus sagði...

Æi... fræið á þetta að vera :D