fimmtudagur, 16. febrúar 2012

Svo fer þetta nú að verða fínt!!!

Komiði sæl.
Enn og aftur var síðasta helgi tekin í að hvítlakka sem mest ég mátti. Og kom það bara vel út . Að þessu sinni var það baðinnréttingin. Finnst ég alveg eiga nýtt baðherbergi núna. Þá er ég nú búin að lakka alla furuna hér innandyra en var þó að spá í nokkra smáhluti sem kannski verða teknir og færðir í nýjan búning um helgina. Var voða upp með mér að vera boðið að sýna húsið mitt í næsta Húsi og Híbýli... En eftir nokkra umhugsun þá sagði ég nei. Það kom mér nú nokkuð á óvart þar sem ég hef nú alveg athyglisssýkina í það. Þá er ég ekki að segja að allir sem sýni húsin sín séu með þá sýki en ég er þannig og það kom mér verulega á óvart að ég skyldi ekki vera til í það. Kannski ekki of örugg með mig í þeim efnum að finnast húsið mitt eitthvað eftirsóknarvert til sýninga. En hver veit kannski er hér eitthvað sem öðrum þykir fallegt en bara mér. Ég ég ákvað að hafa það áfram bara fyrir mig og mína... Ég set hér innan sviga( kannski seinna ef þetta býðst aftur)..;) En hvað um það. Enn og aftur er helgin að renna upp og er það ágætt. Ég ætlaði nú ekkert að minnast á veðrið en get samt ekki leynt vonbrigðum mínum að það skyldi fara að hreyta leiðindarsnjókornum aftur. ég var alveg komin í vorfýlinginn... En maður mátti svo sem segja sér það að það væri ekkert bikiniveður á næstunni... Enn er nú leiðinlegasti mánuðurinn eftir.... MARS...:( Ég stalst til að fá "lánaðar "hér tvær myndir sem ég held að allavega önnur komi frá Ómari Boga og hin frá Tóta Ripper og eru svo fallegar af firðinum mínum... Njótið og eigið góða helgi..
Inga ekki svo ákveðna!!~~**~~


Fjörðurinn minn

aðeins farið að sjást til sólar

Og á dimmu vetrarkvöldi!!
Baðinnrétting fyrir og eftir...........
...............
........................


..............................
~~**~~


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara flott syss. Ekkert smá breyting :)

Góða helgi :*