fimmtudagur, 8. mars 2012

´Sönn saga um engil!!!

Fallega englakúlan!!

Vigdís Hind keypti þessa litlu sætu englakúlu fyrir jólin á 290 krónur og var svo ánægð með hana
.Henni var stillt upp í herberginu hennar um jólin og dáðumst við af henni. Um mánuði seinna vaknar hún um miðja nótt við eitthvað hljóð og sér þá að þessi litla kúla gefur frá sér fallegt ljós... Hvaðan kom ljósið??? og við hvað vaknaði hún??? Daginn eftir sýnir hún mér þetta og jú mikið rétt það var svo undur fallegt ljós inní kúlunni við fórum að skoða þetta nánar og sjáum að það var hægt að kveikja á henni en hvar??? það fundum við ekki út. Þessi litla fallega englakúla lýsti áfram í um mánuð án þess að okkur tækist með nokkru móti að slökkva á henni og fundum hvergi neitt þar um að hægt væri. Þetta segir okkur bara það að það eru til englar og engill sem lýsir henni út í framtíðina...Okkur er alveg sama hvort þetta er væmin saga en sönn er hún.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi en fallegt og lýsti bara fyrir Hindina :*

Knús, syss

Nafnlaus sagði...

Fallegt :)

p.s. það er leyfilegt að vera væminn af og til og sérstaklega við svona fallegt tilefni. Takk fyrir að deila þessu með okkur

knús á ykkur
Ólöf

jona sagði...

...♥