fimmtudagur, 7. maí 2009

Mæðgnadagurinn mikli...

Halló!!
Góður dagur í dag. Átti góðann dag með Hindinni minni þar sem við fórum í bakaríið í hádeginu og fengum okkur hollt og gott í svanginn. Fórum síðan heim og tókum til, ég í öllu húsinu og hún í herberginu sínu. Þar á eftir labbaði ég í bæinn en hún hjólaði. Fórum í smá búðarráp og fórum síðan langan rúnt í kringum bæinn. Komum við hjá Siggu vinkonu og fengum okkur kaffisopa og héldum síðan heim á leið. Bjuggum til pizzu ,hún sína og ég fyrir restina af heimilisfólkinu sem samanstendur af mér og honum mjóa mínum...:=) Hún vildi endilega búa til eins pizzu og hún fékk í síðustu sólarlandaferð og minnti mest á útflattan saltfisk. Bragðaðist þó eins og pizza. Síðan tók lærdómur við fyrir stærðfræðipróf. Og ég sé það á öllu að það verður ekki langt í að ég geti ekki hjálpað henni lengur. Hef aldrei verið sleip á því sviðinu...:=/... En þetta hafðist þó að lokum og svo er bara að sjá hvaða visku okkur tókst að troða í hana. Svo var það bara beint í háttinn þar sem hún var búin eftir góðann dag með mömmu sinni. Ég hangi þó enn uppi og sit hér í tölvunni ... Náttúrulega á fésinu að njósna um Pétur og Pál... Meiri tímaþjófurinn þetta helv.... En oft gaman líka. Nú er ég orðin sybbin og bíð góða nótt.
Ingibjörg stærðfræðiheili...( not)


~~**~~
saltfiskpizzan....:=)
Pizzan mín og mjóa míns... verður til í matinn á morgun líka... ekki verra.

Stærðfræðiskruddurnar....


Alveg búin á því eftir góðann dag....

Yndislegt veður um 11 leytið í kvöld en þó nokkuð hvasst... (kemur á óvart)
~~**~~

6 ummæli:

Gusta sagði...

flottar pizzur hjá ykkur mæðgum allaf gaman að lesa bloggið þitt Inga mín knús á þig

Sigga sagði...

Greinilega verið góður dagur hjá ykkur mæðgum, og til væri ég í svona saltfiskpizzu :)

Æi smútsudúllan mín, þau eru svo góð svona sofandi...:)

Knús, sys

Nafnlaus sagði...

Hæ mín kæra!!!Flottar myndir af flottum pizzum,dóttirin gullfalleg og eyjarnar yndislegar.
Knús úr Hveró Sigga fræ

Nafnlaus sagði...

Ástarkveðjur út Mosó Hilda

Synnøve. sagði...

Sæl Inga.
(Ser inte ut som jag kommer längre i min isländsdska kurs)
Finner inga språkkurser här. Urdåligt...

Den första bilden på pizzan, är det fisk på den? hemlagad eller? Nu blev jag sugen på pizza...
Brukar laga pizza hemma med. Gött är det.

Klart du får bilder. Vilka vill du ha? Så ska vi prova att maila dom igen hehe....
Du har så många vackra bilder från Island jag gärna vill ha...
Den sista du har på sidan är bara så vacker. Tror det är en kyrka på den.

Säg till så mailar jag bilder.
Provar maila heter det.

Idag ska jag börja jobba igen efter en sjukskrivningsperiod på över 3 månader. Det ska bli skönt.

Storkram till dig i vårens tid.
Kramen Synne.

Synnøve. sagði...

Det går bra det. Men då får du ju inte orginalbilden?
Jag har ju vattenmärkt de med mitt namn. Jag provar att sända dig på mail hehe....
Säger tack så mycket för dina bilder. Väntar med glädje.
Storkram Synne.