mánudagur, 11. maí 2009

4 stjörnur af 5.. frábær dómur fyrstu plötu The Foreign Monkeys


~~**~~

Eyjapeyjarnir í The Foreign monkeys, sem sigruðu í músíktilraunum með glans árið 2006, sendu frá sér sína fyrstu breiðskífu á dögunum og má til komið,myndu einhverjir segja. Platan heitir π(pí)og er það visst öfugmæli með hliðsjón af innihaldinu,því lögin eiga fátt samleiginlegt með hinni margfrægu óræðu tölu. Þvert á móti bera þeir fjórmenningar afskaplega auðskiljanlegt rokk á borð- blátt áfram og bylmingsgott. Strax í fyrsta laginu "Million",blasir við að hér verður hlustandinn ekki tekin neinum vettlingatökum,Og hin góðu fyrirheit sem þar eru gefin halda fullkomlega þaðan í frá. Við tekur " Love song" sem er eitt besta lag plötunnar, og strákarnir slá ekki af fyrr en upp er staðið og geislinn hættir að lesa diskinn."Black cave, Molla" og Bibi Song eru allt saman dúndurflott lög sem ættu að seðja hvers manns rokkhungur og rúmlega það. Er þá ótalið hið frábæra "Los"sem er hálfgerður hápunktur og dettur inn um miðbik plötunnar. Lagið er ekki nema tæpar tvær mínútur að lengd en minnir helst á eitthvað sem Soundgarden hefðu geta hrist fram úr erminni um það leyti sem meistraverkið Superunknown kom út. Ekki einasta eru Foreign Monkeys sérlega naskir á að splæsa saman í þétt og gefandi riff heldur eru þeir bráðflinkir að flétta saman góða laglínu. Afraksturinn er eftir því. Áhrifin sem greina má á plötunni eru öll úr ágætis áttum. Eitthvað segir mér að þeir kumpánar kunni að meta Queen of the stone aged og meira en lítið, auk þess sem fönkaður bassinn og einstaka drýsilöskur Boga Ágústs Rúnarssonar söngvara minna heilmikið á Faith No More með Mike Patton í ham. Svei mér ef smá virðingavotti er ekki beint að FNM í laginu" Whem Whem";. Það kallast alltént sterklega á við "Cafeine" af plötunni Angel Dust.
Strákarnir verða þó síst vændir um að sigla í kjölfari erlendra spámanna; hljómurinn allur er bara svo úrvalsgóður að sveitin stendur öðrum framandi og erlendum spendýrum fyllilega á sporði. Frumraun apanna er einfaldlega svaka fín. Það sakar svo síst að að lögin eru öll í styttra lagi og lopinn hvergi teygður, utan í tveimur síðustu lögunum. Þau eru áberandi lengst og hefði satt að segja mátt stytta þau nokkuð í aftari endann. Það kemur þó engin ósköp að sök, og sem fyrr segir er platan skotheldur gripur fyrir þá sem vilja bylmingsfastann fantamálm- og rúmlega það.
Tónlistagagnrýnandinn.
hjá MBL
Jón Agnar Ólason.


6 ummæli:

Sigga sagði...

Vá.... þvílíkur lofsöngur....þetta er náttúrulega bara frábært og ekkert annað. Sá er hrifinn af þeim !!
Nú gengur þetta ekki lengur, þó maður sé búin að heyra flest af þessum lögum þá er algjör skylda að eiga þennan disk og eftir þessa lesningu langar mig svoooo að fara að hlusta.

Til hamingju með trommarann þinn og þá alla að sjálfsögðu :)

Knús Sys

Gusta sagði...

þetta er aldeilis flott til hamingju með drenginn Inga mín ertu komin í erovision gírinn knús Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Þetta er glæsilegt,ég las þetta í gær,svo nú verður maður að fá sér eitt stikki cd.Til lukku Inga mín
XOXOXO Sigga fræ

Goa sagði...

VÀ! Frábært! Og innilega til hamingju með trommarann þinn Ingan mín..:)
Vertu montin og ullaðu á alheiminn..:)

MMM...svo gaman..:)
Skila kveðju og allt það besta til þín ástin mín!
Love...

Synnøve. sagði...

Hey, hey we are the Monkeys...
Flott bild hehe...
Vill du har fler bilder?
Kramen Synne.

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með frumburðinn Inga mín
Kv. Hilda