laugardagur, 16. maí 2009

Afmæli og óvissuferð...:=)

Helloj...
Já enn og aftur er fjör hjá minni. Það er eins og ég sé að flýta mér að gera allt skemmtilegt í lífinu áður en ég verð of gömul til þess. Bara nóg að gera í skemmtanalífinu hjá mér og þannig vil ég hafa það. Ég átti nú ofurlítið afmæli á fimmtudaginn og fékk fullt af gjöfum eins og venjulega. Alltaf gaman að fá pakka. ..:=) Svo var óvissuferð hjá grunnskólanum í gærkvöldi og var það mikið gaman. Það var hár og gleraugnaþema. Mín var bleikhærð með sítt hár. Gaman að því, ég var í liði frá Albaníu og við unnum bocchia-keppni. Hahahahaha. Við áttum að skíra liðið og fékk það nafnið "Grímanovitzh" og vorum við með rosa flottar grímur sem hún Svava kom með og ég var svo heppin að lenda í liði með. Svo áttum við að semja Júrovision lag og syngja það... En það verður ekki haft eftir hér því það var soldið dónó...:=) En ekki hvað.!!!. Nú er verið að koma sér í júróvisiongírin í þessum töluðu orðum og ætla ég að sitja alein og hlusta og horfa í þetta skipti... Svo ég geti haft þetta beint í æð. Býst ekki við að mjói minn nenni að horfa með mér.( ekki hans stíll) og Hindin er í júróvision-partý-grilli hjá vinkonu sinni. og nú er ég búin að tala í bili og bið að heilsa að sinni. Óska þó Jóhönnu alls hins besta í keppninni og spái henni í topp 10. Good bye. Ingibjörg allrahanda.

~~**~~


hahaha... Lási eins og ellilífeyrisþegi á þessari mynd...
nefndin að syngja frumsamið....

Ég úr Grímanovitzh hópnum....

Óla Heiða að reyna að svara einhverjum spurningum....



Allir Grímanovitzh voða alvarlegir að reyna að svara í spurningakeppninni...




Guðbjörg Lilja fór á kostum og hét hún í þessu gerfi. "Flæðilína"




Nefndin í geggjað góðu veðri. sem var....


Með sól í hjarta og augum....




Ég og Karen að byrja óvissuferðina...

mín með lyfjabrunn og verð með hann í viku í viðbót...:=(

ammmmalið mitt....
gjafirnar mínar...



fullt af allskonar frá Kollu mágkonu...


Dásamlegar sumartöfflur frá Kristjönu vinkonu....



Æðislegar grifflur frá Siggu Þ vinkonu....



Geggjaður hringur frá Önnu Lilju vinkonu....



Baðsett frá Siggu Ó .vinkonu.....


Shower gel frá Ellý frænku...



Æðisleg rauðvínsglös frá Þórey vinkonu... ( ekki veitir af)...:=)



Dásamlegan blómvönd frá Siggu systir...

Svo fékk ég ensk pund frá tengdó.
rauðvín og gjafabréf í tískuverslun frá mjóa mínum og á eftir að fá frá
ma & pa ekki slæmur afrakstur þetta... mmm svo gaman.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er að sjá myndirnar.....ha ha ha....ég bilast úr hlátri yfir ykkur. Alltaf jafn skemmtilegur hópur þarna á ferð.

Það er stór afmæli að eiga afmæli, Inga mín og ég er glöð að þú skulir njóta þess í botn að lifa þessu lífi sem við fáum. Maður veit aldrei hver fer næst, þannig að það er eins gott að njóta dagsins í dag og brosa framan í heiminn.
Knús og koss
ÞSÆ

Nafnlaus sagði...

Þetta er glæsilegt mín kæra
Knús úr Hveró :)

Sigga sagði...

Alltaf jafn mikið fjör hjá þér ..:)

Synnøve. sagði...

Hallå min sköna.
Har du varit på sjukhus? Eller har du fyllt år. Det ser ut som ni hade en trevlig fest iallafall.
Kramen Synne.

Synnøve. sagði...

Hej söta.
Grattis i efterskott.
Säger grattis till en bra sång från Island med. Alexander Rybak är en kanonkille. Lugn och jordnära. Så det var nog väldans rätt mycket låt som vann i år tycker jag.

Hoppas ditt järn i blodet är bättre nu.

Jag är 48 år. snart dax för en 50 år skiva. Skulle gärna komma en tur till Island då....

Kramen Synne.