miðvikudagur, 8. apríl 2009

Páskapár.....

Helloj...
Hvað er títt???
Hér er allt í himnalagi. Komin í páskafrí og hér er dásamlegt veður. Og nú skulum við vona að vorið sé komið.... Ja annars er mér að mæta það, verður gjörsamlega óþolandi ef snjóar einu korni í viðbót. Er búin að fara í langa göngu núna 3 síðustu daga í góða veðrinu hér, að það minnir næstum á heimaslóðir í fegursta fjallasal Íslandsögunnar. Ég leyfði mér að setja inn hér dásamlegar myndir sem ég stal af einhverrri síðu og vona ég að það sé í lagi hver sem á þær. Ég ætla að vona fyrir mína hönd og annara vandamanna að þetta séu síðustu snjómyndirnar sem teknar eru á
Seyðisfirði þetta árið...Skilst að systir mín sé búin að fá sinn skerf af snjó í vetur. Hún er eins og ég, Hefðum átt að fæðast forríkar í framandi landi þar sem alltaf er hlítt og gott... Ég bara skil ekkert í þessum fúlu foreldrum okkar að hafa ekki hunskast til að kaupa sér allavega hús þar sem maður gat haft vetursetu ja allavega 9 máunði á ári. Svo ég haldi nú áfram á þeim nótum þá geta þau verið að ferðast fram og til baka til sólríkra staða núna í ellinni . En að þeim hafi dottið í hug að taka okkur systurnar með þegar við vorum litlar... Þó ekki væri nema til að afþýða okkur.. Nei nei ekki í eitt skipti. Svo fæddist lord Ágúst og hann var tekin strax með... Ég þarf að ræða þetta frekar við foreldra mína í sumar þegar ég fer austur. En hvað um það ég óska ykkur gleðilegra páska og vona að þið eigið öll sömul dásamlega páskahelgi. Ég ætla að borða páskaegg nr 2 á páskadagsmorgun uppi í rúmi ef ég kem því þá niður... Ég man í fyrra að þá reyndi ég allt hvað af tók að éta páskaegg en það gekk ekki en síðan eru líka liðin 41 kíló... sjáum til.. Síjú gæs. Ingibjörg páskapæja

~~**~~


bara fallegt....bærinn minn á bjartri vetrarnóttu... eða dimmri vetranóttu...
alltaf fallegt að sjá svona á mynd... ( hef á tilfinningunni að þessi mynd sé á hvolfi)

Sólin farin að skína yfir bæjinn ... eitt hænuskref frá 18 feb...


Knoll og Tott að virða fyrir sér lífið....:=)


Skondin mynd séð yfir á Öldu...

Flott mynd...

Snjótyppi að störfum....

mmmmm.... bara fallegast...( á mynd)
~~**~~

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska Inga mín :)
kv.Hilda

Sigga sagði...

Þú og þín snjótyppi :)
Já það er svona þegar gert er upp á milli barna, við fórum upp í Egilsstaði en Ágúst til Spánar.
Maður lærir að lifa með þessu :9

Æ aumingja mamama og pabbi það er ágætt að þau þekkja bullið í okkur ....:)

Nafnlaus sagði...

Þið eruð yndislegar systur
GLEÐILEGA PÁSKA, kveðja úr Hveró

Nafnlaus sagði...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.