föstudagur, 24. apríl 2009

Sumardagurinn hin fyrsti.....

~~**~~

Sætar systur.. Merkilegt hvað þau hjón hafa ná að ala af sér fallegar dætur...:=)
~~**~~
Júbb...
Sumarið er í nánd. Það byrjaði nú ekki vel sumardagurinn fyrsti. Það var rigning og rok en svo um 3 leitið þegar hún litla Þuríður Andrea var skírð þá rofaði til ,sólin lét sjá sig og allt varð bjart og fallegt. Hún orgaði eins og ljón þangað til var búið að ausa hana vatni þá brosti hún út að eyrum og sofnaði... Sannkölluð guðsgjöf þetta barn. Og jú foreldrarnir orðnir svo fullorðnir að guð bænheyrði þau og hún sefur allan sólahringinn. Sannkallaður ellismellur litla stúlkan... ;=) Til hamingju kæru vinir.
Skrýtið hvað maður er glaður þegar kemur svona einn frídagur í vinnunni. Skyldi það vera merki um eitthvað??? Vonandi ekki ellimerki. Því ég man eftir því þegar maður var í skóla og unglingur farin á vinnumarkaðinn þá var maður líka svona glaður. Hjúkket hvað ég er fegin að það er ekki merki um að maður sé að eldast. Ég harðneita því. Hlakka svo til um næstu helgi þegar flashbakkið verður og ég hverf aftur til áranna 1980 til 90... Uppábúin með tjulli,grifflum og legghlífum í skærgrænum lit. Vantar samt fleiri til að fara með mér. Er engin sem býður sig fram??? Jámm en semsagt sumarið að bresta á og sólin á eftir að baka landann að venju... sure:=) ég segi bara góða helgi.... rólega helgi. Ingibjörg eighties gella.....


~~**~~Stillt og gott veður alltaf hér í Eyjum... (not)
Fallegt að líta yfir skanssvæðið....


Horft frá smábátahöfninni yfir að Heimaklett....Séð inn í Klettsvík....Horft ofan af nýja hrauni inn innsiglinguna.....

~~**~~

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís,ég átti nú einusinni appelsínugular legghlífar,á ég ekki bara að koma með,hahahahaaa
Knús Sigga fræ í Hveró

inga Heiddal sagði...

jú takk frænka það væri´náttlega bara snilld... vertu velkomin"!!!!!!!!!!

Synnøve. sagði...

Sæl Inga.
No er det lenge siden eg var her igjen.
Har lest og lest og skjønner litt.Det kommer seg skal eg si.
Flotte bilder både fra din plass og festen.
Nyter dem.

I morgon skal eg opereres og eg er litt nervøs infør det, men det går sikkert bra.

Har du fått min mail?

Knus Synne.

Synnøve. sagði...

Hei igen.
Nå har eg mailat deg to ganger idag. har du fått noen mail?
Fått beskjed at du ikke kunde ta emot mail????
Klems Synne.

Sigga sagði...

Glæsilegar systur!

Fallegar myndir frá Eyjum :)

Knús, sys