sunnudagur, 5. apríl 2009

ósanngjörn yfirhalning og trommarinn minn

~~**~~
Komiði sæl.
'Eg vildi bara svona segja ykkur að ég væri komin í páskafrí. Ég byrjaði á að fara til Reykjó í 2 daga þar gekk allt sinn vanagang. Eitthvað finnst mér nú brúnin vera að liftast á því fólki, ekki svona kreppusvipur á öllum legnur. En hvað um það mér tókst þvílíka kraftaverkið. Ég keypti mér ekki eina einustu tusku, finnst einhvernvegin ég verða kannski að halda uppá það ... ja með því að kaupa mér eitthvað...:=) Nei í þetta skipti fóru peningarnir mínir í að koma mér í kaskó (ekkert útskýrt frekar) og að kaupa fermingagjafir,afmælisgjafir, ææ svo varð prinsessan hennar Nönnu að pá pínu meira það er ekki hægt að labba bara framhjá þeim búðum...Nú ég kom svo heim á föstudagskvöldið með troðfullum Gubbólfi Herjólfsyni... Varð að vera í almenning. SEM 'EG GERI ALDREI AFTUR... Ég elska lítil börn en ekki foreldrana sem geta ekki hugsað um þau og láta þau grenja úr sér líftórunni. Ég var að spá í að fara á fætur þegar börnin voru loks hætt að grenja og sofnuð ,setja músik í botn og dansa og syngja hásöfum bara til að fá viðbrögð þessara foreldra. Ég meina ég hlýt náttúrulega að mega syngja og dansa í almenningnum og halda vöku fyrir fólki rétt eins og þetta. ( mér er nákvæmlega sama hvort þið eruð gáttuð á mér yfir ósnngirninni) þetta fólk á náttúrulega að vera með klefa það er mér nokk sama hvort barnið grenjar í 3 klst. og hana nú.... Ég ætlaði alls ekki að tala svona lengi um þetta... ég er bara orðin pirruð aftur.. fjandinn er þetta.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af trommaranum mínum að störfum en platan þeirra kemur út núna 24.apríl... það verður spennandi. Þið getið farið á þennan link og hlustað á 3 lög sem verða á plötunni ....http://www.myspace.com/foreignmonkeys ... Annars er ekkert að frétta meira ,hlakka bara til að sofa út næstu daga ,fara í langar göngur vonandi að veðrið verði almennilegt eins og það er þessa stundina. Bið að heilsa að sinni.
Ingibjörg sinnissjúka
~~**~~

coverið á nýja albúminu....
trommarinn minn að störfum á Dillon....

flottastur minn........
svo klár kallinn....

Brjálaður sviti og innlifun.....


veit nú ekki hvar þetta er tekið... gleymdi að spyrja hann....


Gömul mynd frá því þeir unnu músiktilraunir...


svona átti coverið að vera en útgefandanum fannst ekki nógu spennandi... mér finnst það mjög cool en hvað veit ég....geta kannski notað það þegar þeir eru orðnir frægir... thí hí...
~~**~~

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku dúllan mín takk fyrir mig
Það var slæmt að missa af þér en vonandi sjáumst við fljótlega.
Trommarinn þinn er bara flottur.
Hlakka til þegar diskurinn kemur út
Knús og kossar Sigga fræ í Hveró

Nafnlaus sagði...

Er ég orðin sú eina sem kíki hér inn
XOXOXOXO Sigga fræ

inga Heiddal sagði...

jamm held að allir sú bara á fokkings fésinu...

inga Heiddal sagði...

þetta á að vera séu...:=)

Gusta sagði...

nei eru ekki bara allir latir að skrifa ahugasemd ég skoða síðuna á hverjum degi það var gaman að hitta þig Inga að vanda hress og kát hafðu það gott í páskafríinu pjásan þin knús Guðsteina

Nafnlaus sagði...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.