miðvikudagur, 10. september 2008

Niðurdrepandi niðurrif....

~~**~~
Jamm þá er ófögnuðurinn byrjaður að fullum krafti. Og ekki er það skemmtilegt né þrifalegt, allstaðar ryk og þá meina ég allstaðar!!!!
Það gengur ekki sem best að ná fjan... veggnum í burtu en hann er harðari en helv.... afsakið orðbragðið. Ég byrjaði að tuða á fyrsta degi um ryk og skít svo að ætli mér verði ekki hent út innan viku:=) 1944 réttir koma sér vel þessa dagana og örbylgjuofninn er minn elskhugi. Að öðru leiti gengur lífið sinn vanagang en er búin að vera pínu löt að hreyfa mig. Ég tel mér trú um að það sé af því að ég sé alltaf að þrífa heima hjá mér en þetta er bara tímabundið. ( Hopefully) Fyrir neðan eru nokkrar myndir af niðurrifi og þar fyrir neðan 3 myndir sem minna mig á að það getur alveg verið rómó stund þó allt sé í skít og drullu. Biða að heilsa ykkur í bili og læt heyra í mér von bráðar eða þegar ég hef meira að sýna og segja frá. Góða nótt.

~~**~~
Niðurdrepandi niðurrif...


veggurinn ógurlegi sem vill ekki láta rífa sig....
þar sem ofninn handsnúni var:=)....
Þar sem viftan handsnúna var:=)...
veggurinn ógurlegi sem alls ekki vill fara....
í rómantískri birtu lítur Hindin á ljósin íbyggin á svip....
Með hönd undir kinn horfir trommarinn á ....
Einmanna kertastjaki á lafinu....
~~**~~

12 ummæli:

Sigga sagði...

Fulltrúi Tæknimynjasafns Austurlands kom að máli við mig og vill fá gömlu eldhústækin þín á safnið, muahaha að eigin fyndni.

Knús sys

Synnøve. sagði...

Nu ger jag upp tror jag hehe....
Det där fixar jag inte på en fikarast.
Måste har flera böcker till hjälp och biblioteket är inte öppet. Ska skarffa mig ett band jag kan lyssna på med.
Såg på tvn häromkväkllen om en isländsk operasångerska. Mycket intressant. JAG SKA LÄRA MIG ISLÄNDSKA......
Stor kram från en snuvig Synne.

Goa sagði...

Æi..ég veit hvað þetta er hundleiðinlegt!
Allt gengur svoo hægt!
Og rykið...jammm! I remember!

Gangi þér vel og vertu ekki að stressa yfir þessu. Verður allavega klárt fyrir jól..;)

Hjartansknús...

Nafnlaus sagði...

Mig langar í gamla golfdúkinn, eða ætlar þú kannski að halda honum !! :D
Þetta á eftir að verða flott hjá ykkur. kv Ágúst

MiaMaria sagði...

Hej Inga!!!

Men vad ni sliter hemma...
Och så fina stämmningsbilder...vackert!

Ha´en bra fredag!
MiaMaria

Gusta sagði...

en hvað verður gaman hjá þér þegar allt verður búið dúkurinn er í tísku núna ekki farga honum hafðu góða helgi kv Guðsteina

inga Heiddal sagði...

Viljiði hætta að röfla um þennan dúk ... Vitiði hvað ég er orðin leið á honum??? burt séð frá allri tísku... kv INGA

inga Heiddal sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
kockajäveln sagði...

hehe,jadå det hinns med en massa andra saker oxå:)Fin blogg du har!Allt bra med dej?

Nafnlaus sagði...

þú hlítur að hafa heyrt um máltækið
"sá vægir sem vitið hefur meira" fáðu þér ljósku til að halla sér upp að vegnum, og sjáðu til, hall fellur. hihihihi gangi þér vel í rikinu, en verður örugglega þess virði. hihihi og með dúkin, endilega losaðu þig við hann hihihihi. risa knús

didda123 sagði...

jájá út með fk.n dúkinn -hann á ekki lengur lögheimili hjá þér!
Já það má prófa þetta með ljóskuna ehehe!!
Þið systur eruð alveg í ham!- svoleiðis rjúka út veggir og klósett að maður þarf að passa sig að verða ekki fyrir - getiði ekki svo bara komið til mín. :)
Þetta er stuð en ennþá meira þegar allt er búið. :)
oooog bráááðum fæ ég litla sæta húúúsið mitt!! yey!
Luuuv!
Didda á Seyðó!

inga Heiddal sagði...

Æ gaman að heyra frá þér Didda og það verður ekki málið... Ég skal skipta um innréttinu hjá þér í litla´húsinu og Sigga getur svo séð um baðherbergið... Þá vitum við hvað næsta sumar fer í.. Þ.e rauðvínsdrykkju og innréttinga skipti á Litluvöllum :=)