sunnudagur, 21. september 2008

Ef ykkur langar til......

Að hlæja þá skulið þið endilega fá ykkur vinnu sem stuðningsfulltrúar og koma í partý til okkar. Jesús minn hvað er búið að hlæja þessa helgi. Ég er enn með harðsperrur í kinnum og maga. Við byrjuðum á að fara í pottinn hjá foreldrum einnar og fórum svo í Lionssalinn og borðuðum og vorum með skemmtiatriði sem voru alveg stórkostleg. Myndirnar skýra sig sjálfar og ég ætla ekkert að fara nánar út í þær. Laugardagurinn var pínulítið erfiður svona týbýskur hangover dagur en það var allt í lagi nema að við hjónin vorum boðin út á laugardagskvöldið en fórum ekki vegna leti.. Ég var fegin í morgun þegar ég vaknaði að þurfa ekki að takast á við enn einn hangoverdaginn. Eldhúsinu mínu miðar hægt en örugglega og vonandi verða næstu myndir af því meira í útliti sem eldhús en ekki bara fullt af rusli. Enn vantar þó vaskinn og eina borðplötu svo ég verð að hringja í skítafyrirtækið Íkea á morgun og spyrja frétta. Eigiði góða viku sem í vændum er og ég segi bara góða nótt í bili. Kv INGA partýtröll.


~~**~~
Ladyinn á leið í pottinn.....


Byrjað að hlæja í bílskúrnum hjá foreldrum Þóreyjar....
Bleikt var það heillin... en það var þemað og sundhettur.....
Þær voru misjafnar "sundhetturnar" sem var mætt með....
Fjör í pottinum....
tvær á leið í pottinn....

Sest til borðs í Lionssalnum.... Hobbitainngangurinn... en þær tvær sem eru hobbitar í hópnum mættu ekki á svæðið....
Hjördís að reyna við hobbitainnganginn....
Giuðbjörg Lilja þurfti heila bílskúrshurð til að komast út um ... við hinar létum okkur duga venjulegan inngang....
Lilja Rut í góðum gír....


Ég nýbúin að gefa Völu burtfarargjöf....
Þórey að hlæja yfir því hvað hún var kjánaleg á myndinni sem hún heldur á....
Og Olga líka.....
Og Liljurnar líka....


Vala að næra sig.....

Liljurnar í kasti.....
Thí hí þarna líka.....
Vala komin í burtfarargjöfina sem passaði líka svona ljómandi vel....
Hún mátaði reyndar ekki g strenginn fyrir okkur.....


Eitt af atriðum kvöldsins....
Manama na.... Dududurudu....

~~**~~

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir síðast það var svooooo gaman verður endurtekið fljótt aftur. kv Hjödda

Nafnlaus sagði...

hihihihihihi ekki er nú hægt að segja að allir róist með aldrinum, það er dag ljóst. knús í Eyjar.

Synnøve. sagði...

Hej Inga min goa vän.
Skrattade gott åt bilderna. Förstog inte så mycket idag. Men det kommer sig.
Ska försöka få iväg en mail till dig under dagen.
Kramen vännen.
Synne.

Inspiration i vitt sagði...

Hej Inga du är allt en riktig partypingla du. Förstår av bilderna att ni har hur kul som helst.
Visst är det roligt att ha tjej fest, jag tror man skulle kunna hålla på hur länge som helst att prata och babbla.
Kram på dig/Ingela.

Goa sagði...

Sæl stuðboltinn minn!
Já, ekki hefur þetta verið mjög leiðinlegt..;)
Þið eruð mjööög sætar...allar!

Vona að þér líði vel og að eldh. sé á leiðinni inn í líf þitt..:)

Hjartanskveðja frá mér...

Sigga sagði...

Ég fæ líka harðsperrur í kinnarnar.
Þið eruð yndislegar.

Knús sys.

Nafnlaus sagði...

mikið hrillilega eruð þið skemmtilegar, ef ég væri sko svona 20 árum yngri þá mundi ég flytja til eyja það hlýtur að vera gorr að búa þar.
knús til þín Hindin mín
Þín Milla.

Lilla Blanka sagði...

Hej Inga!

Vad glad jag blir när jag ser dina bilder..! Ser ut som ni hade ett fantastiskt roligt party!

Kram goa vän!
Mia

Goa sagði...

...*Gáttaþefur gægist hér inn*..;)

Bara svooo gaman!!!

Ásgerður sagði...

Vá ég heyrði alveg hlátrasköllin í gegnum myndirnar! Og kemur svo sem ekki á óvart að þið stuðboltarnir hafið náð að skemmta ykku þokkalega vel! Bestu kveðjur, Ása

Nafnlaus sagði...

HÆ....Inga þetta var sko bara snilldar partý hjá okkur og er enn með strengi í belgnum eftir þetta....Vá hvað maður á eftir sakna ykkar kæru vinkonur...En eins gott að mér verði boðið með í þessi partý áfram.....Takk fyrir mig....Karlinn féll killiflatur þegar ég sýndi honum nærfötin frá ykkur...Úlala......Love you....síjú
Kveðja Vala burtfara studda;-)