sunnudagur, 14. september 2008

Ryksugan á fullu étur alla......

Til hamingju með daginn Sigga litla systir mín og Kristjana vinkona mín þann 14. sept.
~~**~~


Þá er nú endanlega allt komið á annan endan á Fjólugötunni og eldhúsið orðið strýpað... Hvergi hægt að setjast niður án þess að fá hvítann rass og fleira í þeim dúrnum. Annars gengur þetta nú vonum framar en í staðinn verð ég að hlusta á falska söngva úr hálsum "smiðanna minna"sem með engu móti geta unnið án þess að fíflast og syngja hástöfum lög sem þeir kunna alls ekki... En ég læt mig hafa það. Þá má kalla mig matselju þessa dagana því ég smyr og sker ofan í þá í þeirri von um að þeir þagni rétt á meðan þeir borða. Annars höfum við verið svo heppin að Þórey vinkona og smiðurinn hennar hafa verið svo dugleg að bjóða okkur í mat og ég komið með mat til þeirra og eldað og hjálpað til. Ekkert hefur verið hægt að elda hér náttúrulega nema í örbylgjuofni svo að mér líður pínulítið eins og ameríkana sem borðar örbylgjuhamborgara í alla mata...OJJJJ. Ég hef nú passað mig á að vera ekkert voðalega mikið heima þessa helgi ,lagðist út í heimsóknir og annað slíkt og verð að viðurkenna að ég er ekki sú hollasta þessa dagana. En ég tek mér taki frá og með morgundeginum. Ég finn að þegar ég hef ekki verið dugleg að hreyfa mig þá gríp ég frekar í óhollustuna sem leiðir af sér hausverk og slen. Þannig finnst mér vont að vera svo að einn,tveir, og hoppsasa burt þaðan eins og skot... Æ nú syngja þeir hásöfum að þeir séu að fara yfir um með Pálma Gunnarssyni. Ég enda þetta hér og ætla að drífa mig eitthvert út eða smyrja handa þeim svo þeir þegi.. Heyrumst INGA.....
~~**~~
Smá svona þægilegaheit innan um ruslið...~~**~~
Svona er búið reyna að hefta að ryk safnist út um allt
en það er ekki alveg að virka nógu vel....
dásamlegt betrek sem kom í ljós undir panil....

Þarna var nú gamla búrið.....
einmanna uppþvottavél......
gott verður þegar búið er að setja allt nýtt á þennan vegg...
Þeir ganga nú vel um söngvasmiðirnir mínir allt snurfusað í botn....
~~**~~

10 ummæli:

Berglind sagði...

til hamingju með siggu litlu systur þína. knús

Nafnlaus sagði...

verð að segja að betrekkið virðist í stíl við dukin góða hihihihihi. keep up the good work girly.

Gusta sagði...

til hamingju með Siggu systur þína kveðja Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Siggu litlu...flott eldhúsið þitt ;o)
kv. Ólöf

Nafnlaus sagði...

Knús,
Sigga fræ

Sigga sagði...

Nú er eldhúsið þitt eins og baðið mitt *því ég er að fara yfirum*

Bið að heilsa Kristiönnu á þessum fyrirmyndardegi.

Knús Sigga sys

Synnøve. sagði...

Sæl Inga.
Använder det för det vet jag med säkerhet vad det betyder hehe....
Har läst boken från pärm till pärm. Men inser att jag måste få tag i ett ljudband så jag kan höra utal med.
Stämmer det att man säger saker olika till män och kvinnor? jag är förvirrad. Behöver all hjälp jag kan få....
Så nu är köksrenoveringen i full gång.
Härligt.
Hoppas du blir nöjd.
Hör snart av mig.
Kram Synne.

Goa sagði...

Snickarboa hoppfalleri
och snickarboa hoppfallera
är bra och ha hoppfallera
för stackars dig-hoppfallera...

Japp, svona eretta bara...;)
Verdur bara flott svo...mundu!
Klemmma hjartans til þín...

MiaMaria sagði...

Hej Inga!

Vilka härliga bilder...fniss...vilket slit men det kommer ju att bli så himla bra i slutändan......

HA´en bra vecka!
MiaMaria

Inspiration i vitt sagði...

Hej Inga, vad kul att du tittade in till mig så att jag kan titta in till dig.
Gillade dina vita grenar som hängde så fint på rad.
Förstår att du håller på med ett omfattande renoveringsarbete.
Kram/Ingela.