miðvikudagur, 24. september 2008

Matarboð dag eftir dag eftir dag eftir d....

~~**~~
Gott Kvöld!!
Jamm það er munur að vera ekki með neitt eldhús. Maður er bara alltaf í matarboðum!! Góðan og gildan mömmumat hjá tengdu. Svosem hamborgarahrygg, kjöti og kjötsúpu og kjöti í karrý... Svo var okkur boðið í þennan líka ljómandi góða fiskrétt hjá Kristjönu vinkonu og hennes familj í kvöld. Ég er nú ekki með alveg nákvæmlega sömu uppskrift en fann þessa á netinu og er hún held ég nánast eins. Enda er ég ekkert viss um að Stjana mín hefði viljað útvarpa þessari uppskrift... Kannski er hún fjölskylduleyndarmál!!!! Svo höfum við nú borðað hjá Frikka Söngvasmið og hans ektaspússu. En þau eiga þennan eðal pizzaofn sem við erum búin að prófa.MMMM....Enn bólar ekkert á restinni af innréttingunni minni svo að ætli ég éti ekki jólamatinn af steingólfinu í eldhúsinu...$/%&$#:=(
Ein voða svartsýn.... thí hí.En þetta er nú samt voðalega ergilegt að geta ekki gert neitt meira út af einhverjum tveim hlutum sem vantar.
En ekkert meira tuð um það.
Í guðsbænunm eldiði þennan fiskrétt og drekkiði þetta vín með þá verðum við svo djollý og næs...
Till next...
Have a nice eins og einhver sagði..
Kv INGA hin ergilega
~~**~~



Tegund : Hvítvín Land: Spánn

Hérað: Penedés

Framleiðandi: Miguel Torres

Berjategund: Parellada

100% Parellada.Ljósgult með grænu ívafi, hunangskeimur og snerta af eik, hálfsætt.

San Valentin er vín sem er ekki kröfuhart og hentar með léttum mat. Léttkryddaðir fiskréttir af ýmsu tagi ásamt pastaréttum er matur sem smellur með San Valentin.


~~**~~





~~**~~

Karrý fiskréttur.
Fljótlegur og góður fiskréttur
Ýsa í bitum roðlaus og beinlaus.

Laukur,

Ostur,

Blaðlauksostur

Beikonostur

Matreiðslurjómi

Mjólk

Karrý

Aromat

Skerið 1 lauk og setjið í smurt eldfast mót, raðið fiskbitunum ofaná, þegar búið er að krydda þá með aromati og karrý. Bræðið í potti 1/2 Blaðlauksost og 1/2 Beikonost saman við ca 2-3 dl matreiðslurjóma og þynna með mjólk. Hella því síðan yfir fiskinn og inn í ofn, hiti 180 í ca 40 mín.

~~**~~

Gott að hafa með ferskt hrásalat,hrísgrjón og sojasósu og gróft brauð. Einnig má hafa með kartöflur ef vill.
Kristjana hafði reyndar kryddhrísgrjón í botninum á mótinu og var það mjög gott.....En þá má líka sleppa hrísgrjónunum með. Það segir sig sjálft!!!
~~**~~
Næsta uppskrift verður ekkert nema hollusta svo kíkið endilega inn öðru hvoru og gáið hvort eitthvað verði varið í hana...

~~**~~

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er nú aldeilis ljómandi girnileg uppskrift og verður örugglega prófuð, enda elska ég fisk, og lítur þetta vín ekki síður vel út, á eftir að prófa það líka, hvort sem það verður með mat, eða bara eitt sér og sjálft hihihihi. já ömurlegt þetta með innréttingunna, fuss og svei, þetta líka IKEA. annars risa knús fallega kona.

Nafnlaus sagði...

Sælar..
Spurning um....crepes á föstudag eða pizzu á laugardag. Þú ræður...mátt koma með gengið í mat. Þú lætur vita hvað hentar. EN þetta er í boði og ekkert vín með. Friðrik er með ofnæmi fyrir því:)
lovjú uppí topp. ÞSÆ

Synnøve. sagði...

Hej på dig vännen.
Har du ätit den goda maten? Såg så gott ut med fisk i curry.
Jag läser och läser för att förstå vad det står. Går lite bättre.
Sköt om dig nu.
Knus Synne. ( VIsst var det knus? säg till annars. )aq

Inspiration i vitt sagði...

Hej Inga kul att du tyckte om mitt höstarrangemang, förstår att det är svårt att ha en massa saker ute där du bor, det är aldrig något jag har tänkt på förut.
Kram och trevlig helg/Ingela.